Reykjaneshöfn hefur tapað 2,8 milljörðum á fimm árum Haraldur Guðmundsson skrifar 27. mars 2014 08:34 Lóðaúthlutun Reykjaneshafnar í Helguvík hefur nánast stöðvast frá árinu 2008. Vísir/GVA Reykjaneshöfn tapaði 650 milljónum króna á síðasta ári. Fyrirtækið hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum og skuldar nú 7,3 milljarða ,„Skuldirnar hafa sjöfaldast frá árinu 2002 en á meðan hafa tekjurnar verið oftaldar og tapið margfalt meira en áætlanir meirihlutans gerðu ráð fyrir,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Reykjaneshöfn er í eigu bæjarfélagsins og starfsemin fjármögnuð með tekjum af rekstri fimm hafna. Uppbygging svæðisins við Helguvíkurhöfn hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins. Áform um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu hafa ekki orðið að veruleika og Reykjanesbær því þurft að endurfjármagna reksturinn með lántökum. Kostnaður vegna þeirra ræður nú úrslitum um afkomu fyrirtækisins. „Það er augljóst að tekjur hafa staðið á sér og fjárfestingin hefur ekki enn borgað sig og menn hafa farið í endurfjármögnun og bera uppi mjög þungan kostnað af þessu. Von okkar og vissa er að um leið og þessi verkefni í Helguvík sem eru á borðinu fara af stað, og ég get nefnt fimm verkefni, muni þetta snúast fljótt við,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann nefnir tvær kísilmálmverksmiðjur, álver, vatnsverksmiðju og glýkólverksmiðju. Í frétt um síðasta ársreikning Reykjaneshafnar á vef fyrirtækisins segir að vonir séu bundnar við að framleiðsla 270 þúsund tonna álvers Norðuráls í Helguvík hefjist á næsta ári. „Meirihlutinn er búinn að lofa álveri síðan 2006 og þessi framtíðarsýn er búin að vera í ársreikningum fyrirtækisins síðan þá. Þetta álver er eins og allir vita eitt stórt spurningamerki,“ segir Friðjón. „Áætlanagerðin öll þessi ár hefur byggst á draumsýn og aldrei staðist og við höfum eytt langt um efni fram og nú stöndum við ekki undir skuldunum. Menn hafa talið gullpeningana í kassann áður en þeir koma og því höfum við þurft að taka yfirdrátt og selja eignir til að bjarga okkur,“ segir Friðjón og nefnir meðal annars fyrirhugaða sölu bæjarins á fimmtán prósenta hlut í HS Veitum. Árni segist skilja gagnrýni á rekstur Reykjaneshafnar. „Þessi gagnrýni hefur verið í tíu, tólf ár en við teljum að það þurfi að fjárfesta til að afla fjár. Þeir sem þekkja til framkvæmda í Helguvík vita að þarna er búið að undirbúa hafnarmannvirki, lóðir og annan aðbúnað svo það verði hægt að taka við stórum fyrirtækjum. Við væntum þess að endurgjöldin kæmu mun fyrr og það hefur verið mjög miður að þurfa að sitja uppi með fjárfestingu í þetta mörg ár án þess að hún sé að skila sér og það hefur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að standa undir því.“ Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Reykjaneshöfn tapaði 650 milljónum króna á síðasta ári. Fyrirtækið hefur tapað rúmum 2,8 milljörðum króna á síðustu fimm árum og skuldar nú 7,3 milljarða ,„Skuldirnar hafa sjöfaldast frá árinu 2002 en á meðan hafa tekjurnar verið oftaldar og tapið margfalt meira en áætlanir meirihlutans gerðu ráð fyrir,“ segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Reykjaneshöfn er í eigu bæjarfélagsins og starfsemin fjármögnuð með tekjum af rekstri fimm hafna. Uppbygging svæðisins við Helguvíkurhöfn hefur síðustu ár verið stærsti kostnaðarliðurinn í framkvæmdum fyrirtækisins. Áform um iðnaðaruppbyggingu á svæðinu hafa ekki orðið að veruleika og Reykjanesbær því þurft að endurfjármagna reksturinn með lántökum. Kostnaður vegna þeirra ræður nú úrslitum um afkomu fyrirtækisins. „Það er augljóst að tekjur hafa staðið á sér og fjárfestingin hefur ekki enn borgað sig og menn hafa farið í endurfjármögnun og bera uppi mjög þungan kostnað af þessu. Von okkar og vissa er að um leið og þessi verkefni í Helguvík sem eru á borðinu fara af stað, og ég get nefnt fimm verkefni, muni þetta snúast fljótt við,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Hann nefnir tvær kísilmálmverksmiðjur, álver, vatnsverksmiðju og glýkólverksmiðju. Í frétt um síðasta ársreikning Reykjaneshafnar á vef fyrirtækisins segir að vonir séu bundnar við að framleiðsla 270 þúsund tonna álvers Norðuráls í Helguvík hefjist á næsta ári. „Meirihlutinn er búinn að lofa álveri síðan 2006 og þessi framtíðarsýn er búin að vera í ársreikningum fyrirtækisins síðan þá. Þetta álver er eins og allir vita eitt stórt spurningamerki,“ segir Friðjón. „Áætlanagerðin öll þessi ár hefur byggst á draumsýn og aldrei staðist og við höfum eytt langt um efni fram og nú stöndum við ekki undir skuldunum. Menn hafa talið gullpeningana í kassann áður en þeir koma og því höfum við þurft að taka yfirdrátt og selja eignir til að bjarga okkur,“ segir Friðjón og nefnir meðal annars fyrirhugaða sölu bæjarins á fimmtán prósenta hlut í HS Veitum. Árni segist skilja gagnrýni á rekstur Reykjaneshafnar. „Þessi gagnrýni hefur verið í tíu, tólf ár en við teljum að það þurfi að fjárfesta til að afla fjár. Þeir sem þekkja til framkvæmda í Helguvík vita að þarna er búið að undirbúa hafnarmannvirki, lóðir og annan aðbúnað svo það verði hægt að taka við stórum fyrirtækjum. Við væntum þess að endurgjöldin kæmu mun fyrr og það hefur verið mjög miður að þurfa að sitja uppi með fjárfestingu í þetta mörg ár án þess að hún sé að skila sér og það hefur verið erfitt fyrir sveitarfélagið að standa undir því.“
Mest lesið Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira