Erlent

Bandalag sjíta með 67% atkvæða

Þegar 3,3 milljónir atkvæða hafa verið taldar eftir kosningarnar í Írak hefur bandalag sjíta hlotið 67 prósent atkvæða en flokkur Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, átján prósent. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag. Meirihluti talinna atkvæða kemur frá Bagdad og öðrum stöðum þar sem fyrir fram var búist við sigri sjíta en eigi að síður er fylgi þeirra enn meira en búist hafði verið við, jafnvel á þessum stöðum. Það er trúrarleiðtoginn æjatolla Ali al-Sistani sem hefur mest áhrif innan sameinaðs bandalags sjíta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×