Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 10:30 Sigrún Sjöfn, fyrirliði Skallagríms, var meðal leikmanna sem teknar voru í lyfjapróf. Vísir/Daníel Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma. Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik. Skallagrímur kom öllum á óvart í gær og unnu stórkostlegan sigur á mögnuðu liði KR sem vann Val í framlengdum undanúrslitaleik á fimmtudag. Fór það svo að Borgnesingar unnu 17 stiga sigur, 66-49. Eftir leik var ljóst að tilfinningar voru að bera leikmenn og þjálfara ofurliði en nær allt bæjarfélagið hafði fylgt liðinu í Laugardalshöllina. Að sigrinum loknum átti að bruna í Borgarnes þar sem árlegt þorrablót bæjarins fór fram. Fagnaðarlætin voru hins vegar sett tímabundið á ís samkvæmt heimildamanni Vísis sem staddur var á svæðinu. Þannig var mál með vexti að nokkrir leikmenn voru teknir rakleiðis í lyfjapróf að leik loknum, eins og venja er eftir leiki sem þessa. Að gefa þvagsýni eftir slíka áreynslu, bæði andlega og líkamlega, er hægara sagt en gert og voru leikmenn liðsins allt að tvo tíma að koma sýnunum í hendurnar á lyfjaeftirlitinu. Á meðan var einfaldlega beðið eftir hetjunum. Þegar þær hafa á endanum skilað sér á þorrablótið má reikna með að þakið hafi fokið af húsinu og fagnaðarlætin hafa eflaust staðið langt fram eftir nóttu. Skallagrímsstúlkur tóku þó vonandi ekki of vel á því í gærkvöldi en liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn kemur. Valsstúlkur eru eflaust í hefndarhug eftir að hafa dottið út í undanúrslitum bikarsins. KR fær svo Hauka í heimsókn á sama tíma.
Borgarbyggð Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45 Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30 Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Benedikt Guðmundsson: Virkilega miður mín núna Benedikt Guðmundsson, eða einfaldlega Benni Gumm, var eðlilega ekki manna kátastur eftir stórtap KR í bikarúrslitum Geysisbikarsins fyrr í dag. Skallagrímur landaði sínum fyrsta bikarmeistaratitli með 17 stiga sigri, 66-49. 15. febrúar 2020 22:45
Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið Guðrún Ósk Ámundadóttir gerði Skallagrím að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Þá lék systir hennar, Sigrún Sjöfn, stóra rullu í sigrinum inn á vellinum en hún er fyrirliði liðsins. 15. febrúar 2020 20:30
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum