Líbanon, landið sem lenti ekki í fjármálakreppunni 9. desember 2008 14:58 Íbúar Beirut í Líbanon hlægja nú alla leiðina í banka sína. Landið er nær það eina í heiminum sem ekki hefur lent í fjármálakreppunni. Það geta Líbanonbúar þakkað útsjónarsömum og framsýnum seðlabankastjóra sínum, Riad Salameh að nafni. Á meðan seðlabankar í öðrum löndum þurfa að tæma fjárhirslur sínar til að halda efnahagslífinu gangandi streyma peningarnir inn í hirslur Riad Salameh í stríðum straumum. Og bankar landsins skila metuppgjörum hverju á fætur öðrum. Í frásögn af málinu á BBC kemur fram að Riad Salameh sá á síðasta ári að hverju stefndi. Hann skipaði því bönkum landsins að losa sig úr öllum skuldbindingum sínum erlendis hvað sem það kostaði. Jafnframt setti hann 30% bindiskyldu á bankana, reglur um hve miklar skuldir þeirra mættu vera og bannaði þeim áhættufjárfestingar. Jafnframt var veikburða bönkum skipað að sameinast stærri og betur settum bönkum. Bankastjórar Líbanon ráku upp ramakvein þegar þetta gekk yfir þá í fyrra en í dag er Salameh guð í þeirra augum. "Maður gæti haldið að hann hefði kristalkúlu sem virkar," segir Edward Gardner hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í samtali við BBC um Salameh. Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Íbúar Beirut í Líbanon hlægja nú alla leiðina í banka sína. Landið er nær það eina í heiminum sem ekki hefur lent í fjármálakreppunni. Það geta Líbanonbúar þakkað útsjónarsömum og framsýnum seðlabankastjóra sínum, Riad Salameh að nafni. Á meðan seðlabankar í öðrum löndum þurfa að tæma fjárhirslur sínar til að halda efnahagslífinu gangandi streyma peningarnir inn í hirslur Riad Salameh í stríðum straumum. Og bankar landsins skila metuppgjörum hverju á fætur öðrum. Í frásögn af málinu á BBC kemur fram að Riad Salameh sá á síðasta ári að hverju stefndi. Hann skipaði því bönkum landsins að losa sig úr öllum skuldbindingum sínum erlendis hvað sem það kostaði. Jafnframt setti hann 30% bindiskyldu á bankana, reglur um hve miklar skuldir þeirra mættu vera og bannaði þeim áhættufjárfestingar. Jafnframt var veikburða bönkum skipað að sameinast stærri og betur settum bönkum. Bankastjórar Líbanon ráku upp ramakvein þegar þetta gekk yfir þá í fyrra en í dag er Salameh guð í þeirra augum. "Maður gæti haldið að hann hefði kristalkúlu sem virkar," segir Edward Gardner hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í samtali við BBC um Salameh.
Mest lesið Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent