Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 08:35 Vodafone er í eigu Sýnar. Fréttablaðið/Hanna Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. Síðast var það gert í upphafi nóvembermánaðar. Stjórnendurnir segja það mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en gengisveiking, óvissa í íslensku efnhagslífi og hörð samkeppni hafi þar leikið hlutverk. Ástæðan er í tilkynningu frá Sýn rakin til yfirferðar á uppgjöri síðastliðins októbermánaðar, auk yfirferðar á auglýsingatekjum og áskriftarsölu fyrir nýliðinn nóvember. Í tilkynningunni, sem send var á Kauphöllina í morgun, segir að horfur fyrir yfirstandandi ár hafi verið niðurfærðar um 150 milljónir króna. „Niðurfærslan skýrist bæði vegna fyrirsjáanlegs hærri kostnaðar og lægri tekna en búist var við. EBITDA spá ársins stendur því nú í 3.450 m kr. af grunnrekstri í stað 3.600m kr., sem tilkynnt var um þann 1. nóvember sl,“ eins og þar stendur. Þar að auki hafi hærri kostnaður en búist var við áhrif á niðurstöðuna. Til útskýringar segir í tilkynningunni að um sé að ræða kostnað tengdan fjarskiptakerfum og dagskrárkostnaði. Áður hefur Sýn gefið það út að kaup fyrirtækisins á hluta eignasafns 365, eins og fréttastofunni auk sjónvarps og útvarpsstöðva, hafi verið dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Unnið er í fjölmörgum kostnaðarverkefnum innan fyrirtækisins en ljóst er að eitt helsta verkefnið er að ná utan um og halda áfram að lækka kostnað sameinaðs fyrirtækis,“ segir í útskýringu Sýnar.Sjá einnig: Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018Þá hafi lægri tekjur en áætlað var einnig sitt að segja en samkvæmt tilkynningunni voru auglýsingatekjur og sala sjónvarpsáskrifta lakari í nóvember en búist var við. „Ástæður má rekja til efnahagsaðstæðna og harðrar samkeppni á markaðnum nú í haust. Fjarskiptatekjur hafa einnig orðið fyrir áhrifum af mikilli samkeppni þar sem viðskiptavinavelta og sölukostnaður var umfram áætlanir í september og október, sem einnig hefur neikvæð áhrif á fjórðunginn.“ Að þessu sögðu hafi horfurnar fyrir næsta ár einnig verið endurskoðaðar og lækkaðar. Miðað við núverandi samstæðu hafa horfurnar verið niðurfærðar í 3,9 ma til 4,4 ma. kr frá 4,6ma til 5ma kr. „Ástæður lækkunar er að útlit er fyrir að hörð samkeppni muni halda áfram inn á árið 2019 með aukinni verðpressu og sölu- og markaðskostnaði. Ennfremur er um að ræða frestun á kostnaðarsamlegð upp á um 200 m kr. sem gert var ráð fyrir að félli til árið 2019 en mun ekki koma fram fyrr en 2020. Það er vert að minna á að veiking krónunnar hefur haft um 350m neikvæð áhrif á kostnað félagsins fyrir 2019,“ segir í tilkynningunni. Að endingu eru nýju horfurnar dregnar saman í eftirfarandi útlistun: Það eru mikil vonbrigði að áætlanir hafi ekki staðist en almennt má segja að samrunaverkefnið hafi haft meiri áhrif á fyrirtækið en gert var ráð fyrir. Þar sem við bætist gengisveiking, mikil óvissa í íslensku efnahagslífi sem hefur áhrif á hegðun neytenda og fyrirtækja auk mjög harðrar samkeppni á fjarskiptamarkaðnum þessa dagana. Verkefnið framundan er eftir sem áður að nýta styrk sameinaðs fyrirtækis til að sækja fram á markaðnum og ná markmiðum sameiningarinnar þó lengri tíma taki.Vísir er í eigu Sýnar
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Mest lesið Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent