Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2018 19:37 Hljóðver Bylgjunnar voru flutt úr Skaftahlíð á Suðurlandsbraut eftir að Vodafone keypti fjömiðla 365. Vísað er til flutnings starfsmanna og eininga í tilkynningu Sýnar þar sem greint er frá lækkuðum spám um rekstrarhagnað. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Útlit er fyrir að rekstrarhagnaður Sýnar hf. fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði undir því sem félagið hafði gert ráð fyrir. Í tilkynningu frá félaginu segir að þrátt fyrir að útlit sé fyrir fimmtungs aukningu í rekstarhagnaðinum á þriðja ársfjórðungi sé hann undir væntingum. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Í tilkynningu félagsins segir að í ljósi bráðabirgðatalna þriðja ársfjórðungs og nýrrar spár um fjórða ársfjórðunginn sé útlit fyrir að EBITDA Sýnar verði undir uppgefnum horfum félagsins sem voru um neðri mörk núverandi horfa (4.000 milljónir af grunnrekstri). Samkvæmt drögunum að árshlutauppgjörði þriðja fjórðungsins skilar félagið EBITDA upp á 1.032 milljónir króna. Það sé 21% aukning frá sama ársfjórðungi í fyrra. Sú niðurstaða sé engu að síður undir væntingum. Vísar félagið til verkefna sem tengjast kaupum Vodafone á fjölmiðlum 365 miðla í fyrra, þar á meðal Vísi. „Þrátt fyrir þennan vöxt í EBITDA er fjórðungurinn undir væntingum einkum vegna verkefna sem tengjast sameiningu kerfa, flutnings starfsmanna og eininga, sem hafa bæði í för með sér álag og í sumum tilvikum truflun á starfsemi. Nú er ljóst að samspil áframhaldandi stórra samrunaverkefna, eins og tilfærslu myndvera á Suðurlandsbraut á fjórða fjórðungi, auk áhrifa af veikingu íslensku krónunnar að undanförnu mun hafa neikvæð áhrif á horfur félagsins á þeim fjórðungi,“ segir í tilkynningunni.Telja ekki ástæðu til að breyta horfum næstu ára Sameining félagsins er einnig sögð hafa reynst fjárfestingarfrekari en búist var við. Vegna flutninga og fjárfestingar í tengslum við myndver félagsins sem mun eiga sér stað nú um áramótin er ljóst að hækka verður fjárfestingarhorfur ársins sem hlutfall af veltu í um 11%, en félagið hafði áður lýst því yfir að það yrði við efri mörk útgefinna horfa eða 10%. Samkvæmt nýjum innri horfum Sýnar fyrir 2018 er gert ráð fyrir um 3.600 m.kr. EBITDA af grunnrekstri, miðað við 150 m.kr. skilgreinda einskiptisliði sem féllu aðallega til á fyrri hluta ársins í tengslum við kaup félagsins á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla. Stjórnendur Sýnar telja ekki forsendur til að breyta áður útgefnum horfum áranna 2019 og 2020 enda séu margar aðgerðir í gangi sem muni hafa áhrif á niðurstöðuna auk ytri óvissuþátta eins og komandi kjarasamninga og gengisþróun. Endanlegur árshlutareikningur Sýnar vegna þriðja ársfjórðungs verður birtur eftir lokun markaða 7. nóvember.Vísir er í eigu Sýnar hf.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira