Umfjöllun: Akureyri tapaði stigi gegn Haukum Stefán Árni Pálsson á Ásvöllum skrifar 16. desember 2010 20:13 Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið. Birkir Ívar Guðmundsson var hreinlega stórkostlegur í marki Hauka og varði 23 skot en Bjarni Fritzson var atkvæðamestur hjá Akureyri með sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik í Hafnafirðinum í kvöld en Haukar tóku á móti Akureyri í 11.umferð N1-deild karla. Eftir frekar brösugt gengi framan af þá hafa Haukar verið að bæta leik sinn til muna. Þrír sigurleikir í röð hjá Haukum hefur gert það að verkum að liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. Akureyringar eru aftur á móti liðið sem öll lið líta á sem mestu ógnina í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í vetur og líta virkilega vel út. Akureyri tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Fram og því spurning hvernig liðið myndi bregðast við í kvöld. Leikurinn hófst mjög svo rólega en bæði lið stilltu upp í 3-2-1 varnarleik sem reyndist erfiður viðureignar . Sóknir beggja liða voru mjög svo langar og leikmenn voru greinilega innstilltir á að vera skynsamir. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en Akureyri náði mest tveggja marka forskoti í hálfleiknum. Varnarmúr Akureyrar var gríðarlega þéttur og Haukar voru á köflum í stökustu vandræðum með að brjóta sér leið í gegn. Staðan í hálfleik var 11-11 en tölurnar tala sínu máli og því ekki mikið um góðan sóknarleik. Birkir Ívar var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum og varði 11 skot en hann hélt heimamönnum inn í leiknum. Heimamenn komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi síðari hálfleiks 13-12 en eftir það var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var oft á tíðum virkilega grófur og þurfti oft að ganga á milli leikmanna. Birkir Ívar hélt uppteknum hætti og varði eins og brjálæðingur í síðari hálfleiknum. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 16-16 og allt á suðurpunkti á Ásvöllum. Liðin skiptum á að hafa forystu út leiktímann. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan var 23-23, Guðmundur Árni, leikmaður Hauka komst einn inn úr hægra horninu og náði ágætis skoti að marki Akureyringa, en Sveinbjörn Pétursson varði vel. Atli Hilmarsson tók um leið leikhlé og gestirnir stilltu upp í leikkerfi þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn barst til Geirs Gunnarssonar sem reyndi að ná skoti að marki Hauka en það gekk ekki og því jafntefli niðurstaðan. Virkilega skemmtilegur handboltaleikur sem bauð upp á frábæran varnarleik, stórbrotna markvörslu og háspennu, en það kæmi ekki á óvart ef þessi lið myndu enda tímabilið á því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar - Akureyri 23-23 (11-11)Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Sigurmannsson 5 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 5/2 (7/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 2 (2), Jónatan Ingi Jónsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Freyr Brynjarsson 1 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 0 (3),Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/3 (23/3, 48%)Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni, Freyr, Þórður Rafn)Fiskuð víti: 2 (Einar Örn, Stefán Rafn)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/3 (11/5), Heimir Örn Árnason 4 (5), Oddur Grétarsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Guðlaugur Arnarsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3),Varin skot: Stefán Guðnason 2 (2/1, 50%), Sveinbjörn Pétursson 16 (23, 41%).Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2,Heimir, Oddur,).Fiskuð víti: 6 (Bjarni 4, Guðlaugur, Hörður).Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira
Haukar og Akureyri skildu jöfn ,23-23, á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tíman og bæði lið fengu tækifæri í lokin til þess að gera út um leikinn. Liðin spiluðu líklega besta varnarleik sem sést hefur á Íslandi í mörg ár og gríðarleg barátta einkenndi bæði lið. Birkir Ívar Guðmundsson var hreinlega stórkostlegur í marki Hauka og varði 23 skot en Bjarni Fritzson var atkvæðamestur hjá Akureyri með sjö mörk. Það mátti búast við hörkuleik í Hafnafirðinum í kvöld en Haukar tóku á móti Akureyri í 11.umferð N1-deild karla. Eftir frekar brösugt gengi framan af þá hafa Haukar verið að bæta leik sinn til muna. Þrír sigurleikir í röð hjá Haukum hefur gert það að verkum að liðið er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig. Akureyringar eru aftur á móti liðið sem öll lið líta á sem mestu ógnina í deildinni. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í vetur og líta virkilega vel út. Akureyri tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Fram og því spurning hvernig liðið myndi bregðast við í kvöld. Leikurinn hófst mjög svo rólega en bæði lið stilltu upp í 3-2-1 varnarleik sem reyndist erfiður viðureignar . Sóknir beggja liða voru mjög svo langar og leikmenn voru greinilega innstilltir á að vera skynsamir. Jafnt var nánast á öllum tölum í fyrri hálfleik en Akureyri náði mest tveggja marka forskoti í hálfleiknum. Varnarmúr Akureyrar var gríðarlega þéttur og Haukar voru á köflum í stökustu vandræðum með að brjóta sér leið í gegn. Staðan í hálfleik var 11-11 en tölurnar tala sínu máli og því ekki mikið um góðan sóknarleik. Birkir Ívar var óstöðvandi í fyrri hálfleiknum og varði 11 skot en hann hélt heimamönnum inn í leiknum. Heimamenn komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi síðari hálfleiks 13-12 en eftir það var jafnt á öllum tölum. Leikurinn var oft á tíðum virkilega grófur og þurfti oft að ganga á milli leikmanna. Birkir Ívar hélt uppteknum hætti og varði eins og brjálæðingur í síðari hálfleiknum. Þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 16-16 og allt á suðurpunkti á Ásvöllum. Liðin skiptum á að hafa forystu út leiktímann. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum var staðan var 23-23, Guðmundur Árni, leikmaður Hauka komst einn inn úr hægra horninu og náði ágætis skoti að marki Akureyringa, en Sveinbjörn Pétursson varði vel. Atli Hilmarsson tók um leið leikhlé og gestirnir stilltu upp í leikkerfi þegar 4 sekúndur voru eftir af leiknum. Boltinn barst til Geirs Gunnarssonar sem reyndi að ná skoti að marki Hauka en það gekk ekki og því jafntefli niðurstaðan. Virkilega skemmtilegur handboltaleikur sem bauð upp á frábæran varnarleik, stórbrotna markvörslu og háspennu, en það kæmi ekki á óvart ef þessi lið myndu enda tímabilið á því að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar - Akureyri 23-23 (11-11)Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Sigurmannsson 5 (6), Guðmundur Árni Ólafsson 5/2 (7/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (9), Tjörvi Þorgeirsson 4 (7), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 2 (2), Jónatan Ingi Jónsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Freyr Brynjarsson 1 (4), Stefán Rafn Sigurmannsson 0 (3),Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 21/3 (23/3, 48%)Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Guðmundur Árni, Freyr, Þórður Rafn)Fiskuð víti: 2 (Einar Örn, Stefán Rafn)Brottvísanir: 6 mínúturMörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/3 (11/5), Heimir Örn Árnason 4 (5), Oddur Grétarsson 4 (6), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (9), Guðlaugur Arnarsson 2 (3), Geir Guðmundsson 2 (5), Bergvin Gíslason 1 (1), Hörður Fannar Sigþórsson 0 (3),Varin skot: Stefán Guðnason 2 (2/1, 50%), Sveinbjörn Pétursson 16 (23, 41%).Hraðaupphlaup: 4 (Bjarni 2,Heimir, Oddur,).Fiskuð víti: 6 (Bjarni 4, Guðlaugur, Hörður).Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Fleiri fréttir Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Sjá meira