Viðskipti innlent

Geti lagt inn at­vinnu­leyfi sitt

Atli Ísleifsson skrifar
Taxi Taxi light on the top of a cab.
Taxi Taxi light on the top of a cab.

Leigubílstjórar sem hafa haft atvinnuleyfi í skemur en tvö ár munu fá heimild að leggja inn atvinnuleyfi sitt samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra. Er markmiðið að draga úr neikvæðum efnahagslegum áhrifum vegna faraldurs kórónuveirunnar á þann hóp leigubílstjóra sem hefur starfað skemur en tvö ár.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að í gildandi lögum um leigubifreiðar frá 2001 hafi bílstjórar slíkra bíla heimild til að leggja inn atvinnuleyfi sitt en skilyrði er að þeir hafi haft atvinnuleyfi í minnst tvö ár samfleytt.

„Markmið frumvarpsins er að draga úr neikvæðum efnahagslegum áhrifum vegna Covid-19 faraldursins á þann hóp leigubifreiðastjóra sem hafa starfað skemur en tvö ár. Með því að leggja inn leyfið geta leigubílstjórar sparað kostnað vegna atvinnuleyfisins, skráð sig atvinnulausa og sótt um atvinnuleysisbætur. Margir bílstjórar hafa þegar nýtt sér það úrræði vegna samdráttar á leigubifreiðamarkaði sökum áhrifa COVID-19 faraldursins.

Lagt er til að nýja ákvæðið gildi til ársloka 2020, en frumvarpið hefur þegar verið lagt fram á Alþingi til breytinga á lögum um leigubifreiðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×