Eftirminnilegustu leikirnir við Rússa á stórmótum: Kjálkabrotinn Petersson, tóninn gefinn í Peking og Vínarvals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2020 08:30 Ísland og Rússland hafa sextán sinnum mæst á stórmótum. Ísland mætir Rússlandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með tvö stig í E-riðli eftir sigurinn frækna á Danmörku á laugardaginn, 30-31. Rússland tapaði hins vegar fyrir Ungverjalandi, 26-25, og verður að vinna í dag. Í tilefni af leiknum gegn Rússlandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Rússa á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 19-23 Samveldið, ÓL 1992Landsmenn fylgdust vel með leiknum gegn Samveldinu í undanúrslitum Ólympíuleikanna 1992. Þessi mynd er af forsíðu DV 7. ágúst.skjáskot af timarit.isÍslenska landsliðið kom á óvart á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og komst alla leið í undanúrslit. Þar mætti Ísland Samveldinu. Leikurinn var jafn þótt Rússar væru með frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 9-11, Samveldinu í vil. Ísland komst yfir í seinni hálfleik, 16-15, en Samveldið svaraði með þremur mörkum í röð, náði undirtökunum og vann að lokum fjögurra marka sigur, 19-23. „Það vantaði meiri yfirvegun hjá strákunum þegar við náðum forystunni í síðari hálfleik. Gegn liði eins og Samveldismönnum má ekkert gefa eftir því þá er leikurinn farinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson við DV eftir leikinn. Íslendingar mættu Frökkum í leiknum um bronsið og lutu í lægra haldi, 24-20. Fjórða sætið varð niðurstaðan sem var þá besti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Samveldið varð Ólympíumeistari eftir sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum, 20-22.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/2, Geir Sveinsson 5, Júlíus Jónasson 4, Héðinn Gilsson 2, Sigurður Bjarnason 1, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 34-32 Rússland, EM 2006Arnór Atlason skoraði tvö mörk gegn Rússum á EM 2006.vísir/epaÍsland tapaði fyrstu ellefu leikjunum gegn Rússlandi á stórmótum. Fyrsti sigurinn kom loks í milliriðli á EM 2006. Íslendingar léku frábærlega í leiknum í St. Gallen, eins og þeir gerðu á löngum köflum á EM í Sviss. Þeir byrjuðu reyndar illa og lentu 1-4 undir en komu svo með 9-1 áhlaup og náðu yfirhöndinni. Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma leiks en lét það ekki á sig fá. Alexander, sem er með svipað háan sársaukaþröskuld og innbrotsþjófarnir í Home Alone myndunum, lék frábærlega og skoraði fjögur mörk. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leiki á EM. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinga með ellefu mörk. Ólafur Stefánsson, sem meiddist í fyrsta leik mótsins gegn Serbíu og Svartfjallalandi, skoraði átta mörk og gaf tíu stoðsendingar. Lemstrað íslenskt lið tapaði naumlega fyrir Króatíu, 28-29, í næsta leik sínum í milliriðli. Og í síðasta leiknum eyðilagði óbermið Kjetil Strand svo allt, ósælla minninga.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 11, Ólafur Stefánsson 8, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 1.Ísland 33-31 Rússland, ÓL 2008Snorri Steinn skorar eitt tólf marka sinna gegn Rússum á Ólympíuleikunum 2008.vísir/gettyÍslendingar gáfu tóninn á Ólympíuleikunum 2008 með því að vinna Rússa, 33-31, í fyrsta leik sínum í Peking. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk úr jafn mörgum skotum. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því Rússland skoraði sjö af síðustu níu mörkum leiksins. Björgvin Páll Gústavsson lék sinn fyrsta leik á stórmóti og varði tólf skot, eða 35% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ingimundur Ingimundarson átti einnig eftirminnilega innkomu í vörnina. Guðjón Valur gat ekki leikið vegna meiðsla en Sturla Ásgeirsson fyllti skarð hans og skoraði þrjú mörk. Íslendingar sýndu styrk sinn strax í fyrsta leik og fylgdu því eftir með sigri á Þjóðverjum í næsta leik, 33-29. Íslensku leikmennirnir komust svo alla leið í úrslit og fengu silfur og fálkaorðu við heimkomuna.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 12/6, Alexander Petersson 6, Arnór Atlason 6, Sturla Ásgeirsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 38-30 Rússland, EM 2010Vignir Svavarsson skorar gegn Rússum á EM 2010.vísir/epaAuðveldasti leikur Íslands á EM 2010 var gegn Rússlandi. Eftir að hafa gert jafntefli við Króata, 26-26, í fyrsta leik sínum í milliriðli rústuðu Íslendingar Rússum, 38-30, í öðrum leiknum. Þetta var þriðji sigur Íslands í síðustu fjórum leikjum gegn Rússlandi á stórmótum. Leikurinn í Vín var aldrei spennandi. Ísland komst í 8-2 og munurinn í hálfleik var níu mörk, 19-10. Guðmundur Guðmundsson gat leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn í seinni hálfleiknum sem var aldrei spennandi. Ellefu leikmenn Íslands skoruðu í leiknum. Snorri Steinn og Alexander voru markahæstir með sjö mörk hvor. Björgvin Páll varði 16 skot (41%). Ísland sem tryggði sér svo sæti í undanúrslitum með sigri á Noregi, 35-34, í miklum spennuleik. Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitunum en unnu Pólverja í bronsleiknum og fenug því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 7/2, Alexander Petersson 7, Sturla Ásgeirsson 5, Vignir Svavarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Ólafur Stefánsson 3/1, Róbert Gunnarsson 3, Aron Pálmarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Arnór Atlason 2, Ólafur Guðmundsson 1. EM 2020 í handbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira
Ísland mætir Rússlandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ísland er með tvö stig í E-riðli eftir sigurinn frækna á Danmörku á laugardaginn, 30-31. Rússland tapaði hins vegar fyrir Ungverjalandi, 26-25, og verður að vinna í dag. Í tilefni af leiknum gegn Rússlandi í dag hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Rússa á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 19-23 Samveldið, ÓL 1992Landsmenn fylgdust vel með leiknum gegn Samveldinu í undanúrslitum Ólympíuleikanna 1992. Þessi mynd er af forsíðu DV 7. ágúst.skjáskot af timarit.isÍslenska landsliðið kom á óvart á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og komst alla leið í undanúrslit. Þar mætti Ísland Samveldinu. Leikurinn var jafn þótt Rússar væru með frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 9-11, Samveldinu í vil. Ísland komst yfir í seinni hálfleik, 16-15, en Samveldið svaraði með þremur mörkum í röð, náði undirtökunum og vann að lokum fjögurra marka sigur, 19-23. „Það vantaði meiri yfirvegun hjá strákunum þegar við náðum forystunni í síðari hálfleik. Gegn liði eins og Samveldismönnum má ekkert gefa eftir því þá er leikurinn farinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson við DV eftir leikinn. Íslendingar mættu Frökkum í leiknum um bronsið og lutu í lægra haldi, 24-20. Fjórða sætið varð niðurstaðan sem var þá besti árangur Íslands á Ólympíuleikum. Samveldið varð Ólympíumeistari eftir sigur á Svíþjóð í úrslitaleiknum, 20-22.Mörk Íslands: Valdimar Grímsson 6/2, Geir Sveinsson 5, Júlíus Jónasson 4, Héðinn Gilsson 2, Sigurður Bjarnason 1, Jakob Sigurðsson 1.Ísland 34-32 Rússland, EM 2006Arnór Atlason skoraði tvö mörk gegn Rússum á EM 2006.vísir/epaÍsland tapaði fyrstu ellefu leikjunum gegn Rússlandi á stórmótum. Fyrsti sigurinn kom loks í milliriðli á EM 2006. Íslendingar léku frábærlega í leiknum í St. Gallen, eins og þeir gerðu á löngum köflum á EM í Sviss. Þeir byrjuðu reyndar illa og lentu 1-4 undir en komu svo með 9-1 áhlaup og náðu yfirhöndinni. Alexander Petersson kjálkabrotnaði snemma leiks en lét það ekki á sig fá. Alexander, sem er með svipað háan sársaukaþröskuld og innbrotsþjófarnir í Home Alone myndunum, lék frábærlega og skoraði fjögur mörk. Hann spilaði hins vegar ekki fleiri leiki á EM. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinga með ellefu mörk. Ólafur Stefánsson, sem meiddist í fyrsta leik mótsins gegn Serbíu og Svartfjallalandi, skoraði átta mörk og gaf tíu stoðsendingar. Lemstrað íslenskt lið tapaði naumlega fyrir Króatíu, 28-29, í næsta leik sínum í milliriðli. Og í síðasta leiknum eyðilagði óbermið Kjetil Strand svo allt, ósælla minninga.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 11, Ólafur Stefánsson 8, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4/1, Arnór Atlason 2, Vignir Svavarsson 1.Ísland 33-31 Rússland, ÓL 2008Snorri Steinn skorar eitt tólf marka sinna gegn Rússum á Ólympíuleikunum 2008.vísir/gettyÍslendingar gáfu tóninn á Ólympíuleikunum 2008 með því að vinna Rússa, 33-31, í fyrsta leik sínum í Peking. Snorri Steinn Guðjónsson átti stórleik og skoraði tólf mörk úr jafn mörgum skotum. Sigurinn var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna því Rússland skoraði sjö af síðustu níu mörkum leiksins. Björgvin Páll Gústavsson lék sinn fyrsta leik á stórmóti og varði tólf skot, eða 35% þeirra skota sem hann fékk á sig. Ingimundur Ingimundarson átti einnig eftirminnilega innkomu í vörnina. Guðjón Valur gat ekki leikið vegna meiðsla en Sturla Ásgeirsson fyllti skarð hans og skoraði þrjú mörk. Íslendingar sýndu styrk sinn strax í fyrsta leik og fylgdu því eftir með sigri á Þjóðverjum í næsta leik, 33-29. Íslensku leikmennirnir komust svo alla leið í úrslit og fengu silfur og fálkaorðu við heimkomuna.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 12/6, Alexander Petersson 6, Arnór Atlason 6, Sturla Ásgeirsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Róbert Gunnarsson 2, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1.Ísland 38-30 Rússland, EM 2010Vignir Svavarsson skorar gegn Rússum á EM 2010.vísir/epaAuðveldasti leikur Íslands á EM 2010 var gegn Rússlandi. Eftir að hafa gert jafntefli við Króata, 26-26, í fyrsta leik sínum í milliriðli rústuðu Íslendingar Rússum, 38-30, í öðrum leiknum. Þetta var þriðji sigur Íslands í síðustu fjórum leikjum gegn Rússlandi á stórmótum. Leikurinn í Vín var aldrei spennandi. Ísland komst í 8-2 og munurinn í hálfleik var níu mörk, 19-10. Guðmundur Guðmundsson gat leyft sér þann munað að hvíla lykilmenn í seinni hálfleiknum sem var aldrei spennandi. Ellefu leikmenn Íslands skoruðu í leiknum. Snorri Steinn og Alexander voru markahæstir með sjö mörk hvor. Björgvin Páll varði 16 skot (41%). Ísland sem tryggði sér svo sæti í undanúrslitum með sigri á Noregi, 35-34, í miklum spennuleik. Íslendingar töpuðu fyrir Frökkum í undanúrslitunum en unnu Pólverja í bronsleiknum og fenug því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 7/2, Alexander Petersson 7, Sturla Ásgeirsson 5, Vignir Svavarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Ólafur Stefánsson 3/1, Róbert Gunnarsson 3, Aron Pálmarsson 2, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Arnór Atlason 2, Ólafur Guðmundsson 1.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Sjá meira