Ein af fimm bestu hjá ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2010 07:00 Helena Sverrisdóttir hefur átt frábæran feril með TCU-skólanum en fram undan er lokaárið hennar. Mynd/TCU Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Helenu, sem er nú að hefja lokaár sitt í skólanum en áður hafði hún verið valin meðal 50 bestu leikmannanna fyrir bæði John R. Wooden-verðlaunin og Naismith-verðlaunin. Þau eru virtustu einstaklingsverðlaunin í bandaríska háskólaboltanum sem veitt eru á hverju ári. Það er því ljóst að augu sérfræðinganna verða á Helenu í vetur en hún var með 13,6 stig, 6.7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur. „Þetta er rosalega flott viðurkenning en ég einbeiti mér ekki að þessum hlutum heldur bara því sem ég geri á vellinum. Ég veit hvar ég vil vera eftir þetta tímabil og það er það eina sem ég einbeiti mér að,“ segir Helena. Hún er ekkert farin að hugsa um möguleikana á því að komast inn í WNBA-deildina en svona viðurkenningar hafa vissulega komið henni á kortið. „WNBA-deildin er svo rosalega lítil, 12 lið og í valinu eru bara þrjár umferðir. Það eru því einungis 36 leikmenn sem eru valdir og af þeim komast um 12-15 leikmenn inn í liðin. Þetta snýst allt saman um hvernig ég og liðið mitt spilum í ár,“ segir Helena, sem veit að það er mikið undir hjá henni í vetur. „Allar svona viðurkenningar hjálpa til langs tíma litið en þetta snýst samt algjörlega um lokaárið,“ segir Helena, sem verður áberandi í sögu TCU-skólans þegar tímabilið er á enda. TCU-liðið er til alls líklegt í vetur enda á lista yfir 25 bestu háskólaliðin í ár. „Við lítum rosalega vel út, líklegast besta lið sem við höfum haft þessi fjögur ár sem ég hef verið hér. Markmiðin eru sett hátt, að endurtaka sigur í deildinni og komast langt inn í NCAA eftir sárt tap í fyrra. Núna fyrir áramót eigum við eitt erfiðasta leikjaplanið sem sést hefur því við spilum við sex topp 20 lið. Þetta verður mjög erfitt en við ætlum okkur að standa okkur vel,“ segir Helena. TCU er búin að spila einn leik á tímabilinu en liðið er til alls líklegt í Mountain West-deildinni. Helena var með 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í 58 stiga sigri á Houston Baptist. „Við spiluðum á móti mun slakari andstæðingi en vorum samt að spila flottan bolta og höfðum gaman af hlutunum. Ég skaut ekki vel, en var sátt með aðra hluti,“ segir Helena, sem vill ekki gefa upp sín markmið í vetur. „Ég hef að sjálfsögðu mín persónulegu markmið sem bara ég veit. En það sem ég er að einbeita mér að er að nota þessa þjálfun og aðstöðu eins vel og ég get til að eiga sem best mögulegt leikár og byggja á því fyrir næstu plön,“ segir Helena. Hún hefur hins vegar aldrei farið leynt með það að ætla að verða atvinnumaður í körfubolta, hvort sem það verður í Bandaríkjunum eða Evrópu. Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðlarisanum ESPN. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Helenu, sem er nú að hefja lokaár sitt í skólanum en áður hafði hún verið valin meðal 50 bestu leikmannanna fyrir bæði John R. Wooden-verðlaunin og Naismith-verðlaunin. Þau eru virtustu einstaklingsverðlaunin í bandaríska háskólaboltanum sem veitt eru á hverju ári. Það er því ljóst að augu sérfræðinganna verða á Helenu í vetur en hún var með 13,6 stig, 6.7 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta vetur. „Þetta er rosalega flott viðurkenning en ég einbeiti mér ekki að þessum hlutum heldur bara því sem ég geri á vellinum. Ég veit hvar ég vil vera eftir þetta tímabil og það er það eina sem ég einbeiti mér að,“ segir Helena. Hún er ekkert farin að hugsa um möguleikana á því að komast inn í WNBA-deildina en svona viðurkenningar hafa vissulega komið henni á kortið. „WNBA-deildin er svo rosalega lítil, 12 lið og í valinu eru bara þrjár umferðir. Það eru því einungis 36 leikmenn sem eru valdir og af þeim komast um 12-15 leikmenn inn í liðin. Þetta snýst allt saman um hvernig ég og liðið mitt spilum í ár,“ segir Helena, sem veit að það er mikið undir hjá henni í vetur. „Allar svona viðurkenningar hjálpa til langs tíma litið en þetta snýst samt algjörlega um lokaárið,“ segir Helena, sem verður áberandi í sögu TCU-skólans þegar tímabilið er á enda. TCU-liðið er til alls líklegt í vetur enda á lista yfir 25 bestu háskólaliðin í ár. „Við lítum rosalega vel út, líklegast besta lið sem við höfum haft þessi fjögur ár sem ég hef verið hér. Markmiðin eru sett hátt, að endurtaka sigur í deildinni og komast langt inn í NCAA eftir sárt tap í fyrra. Núna fyrir áramót eigum við eitt erfiðasta leikjaplanið sem sést hefur því við spilum við sex topp 20 lið. Þetta verður mjög erfitt en við ætlum okkur að standa okkur vel,“ segir Helena. TCU er búin að spila einn leik á tímabilinu en liðið er til alls líklegt í Mountain West-deildinni. Helena var með 15 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í 58 stiga sigri á Houston Baptist. „Við spiluðum á móti mun slakari andstæðingi en vorum samt að spila flottan bolta og höfðum gaman af hlutunum. Ég skaut ekki vel, en var sátt með aðra hluti,“ segir Helena, sem vill ekki gefa upp sín markmið í vetur. „Ég hef að sjálfsögðu mín persónulegu markmið sem bara ég veit. En það sem ég er að einbeita mér að er að nota þessa þjálfun og aðstöðu eins vel og ég get til að eiga sem best mögulegt leikár og byggja á því fyrir næstu plön,“ segir Helena. Hún hefur hins vegar aldrei farið leynt með það að ætla að verða atvinnumaður í körfubolta, hvort sem það verður í Bandaríkjunum eða Evrópu.
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira