Viðskipti erlent

Norski seðla­bankinn lækkar stýri­vexti í núll

Atli Ísleifsson skrifar
Bankinn rökstyður ákvörðun sína með þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar.
Bankinn rökstyður ákvörðun sína með þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar. Getty

Norski seðlabankinn lækkaði í morgun stýrivexti bankans niður í núll prósent. Þetta er í fyrsta sinn í 200 ára sögu bankans sem stýrivextir fara niður í núll.

Tilkynnt var á fréttamannafundi í morgun að stýrivextirnir færu úr 0,25 prósentum og niður í núll, en í lok mars höfðu vextirnir verið lækkaðir úr 1 prósent í 0,25.

Bankinn rökstyður ákvörðun sína með því að vísa í þau áhrif sem faraldur kórónuveirunnar hefur haft á norskt efnahagslíf og hríðlækkandi verð á olíu sem hefur leitt til lækkunar á gengi norsku krónunnar.

„Eins og nefndin metur horfur og áhættuna, verða stýrivextir mjög líklega svona um nokkurt skeið. Við sjáum ekki fyrir okkur að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar,“ sagði seðlabankastjórinn Øystein Olsen í morgun.

Hann segist reikna með að norskt efnahagslíf muni taka við sér eftir því sem slakað verður á takmörkunum vegna veirunnar, en að það muni taka tíma þar til að framleiðsla og atvinnuþátttaka nái sömu hæðum og fyrir faraldur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×