Viðskipti innlent

Langflestir munu greiða hærra útsvar

Jóhannes Stefánsson skrifar
Reykvíkingar eru meðal þeirra sem þurfa að reiða fram hæsta löglega útsvarshlutfall á árinu 2014.
Reykvíkingar eru meðal þeirra sem þurfa að reiða fram hæsta löglega útsvarshlutfall á árinu 2014. 365/Daníel
Leyfilegt hámarksútsvar sveitarfélaga á árinu 2014 mun hækka úr 14,48% í 14,52% á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga.

58 af 74 sveitarfélögum á Íslandi munu nýta sér þessa hækkun, svo stærstur hluti íslenskra heimila mun þurfa að reiða fram hærra hlutfall tekna sinna til reksturs sveitarfélaga á árinu.

Einungis þrjú sveitarfélög munu lækka útsvarið á milli ára. Það eru Grindavíkurbær, Vestmannaeyjar og Grímsnes- og Grafningshreppur.

Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga munu þau geta ákveðið útsvar á bilinu 12,44% til 14,52%. Einungis tvö sveitarfélög á landinu innheimta lágmarksútsvarið, 12,44%. Það eru Skorradalshreppur og Grímsnes og Grafningshreppur. Athygli vekur að síðarnefnda sveitarfélagið hefur lækkað útsvarshlutfallið um ríflega 2% á milli ára, úr 14,48% niður í 12,44%. Það er lang mesta lækkun ársins.

Hér má sjá lista yfir útsvarshlutfall sveitarfélaganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×