Bílgreinasambandið spáir 15% söluaukningu á árinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. janúar 2014 16:45 Spá 15% söluaukningu. mynd / pjetur Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu var um að ræða tæplega 8% samdrátt frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endurreikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Alls voru skráðir 7274 nýir fólksbílar á árinu 2013, 583 sendibílar, 91 vörubíll og 72 hópferðabifreiðar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu var um að ræða tæplega 8% samdrátt frá fyrra ári þegar horft er til fólksbílasölunnar. „Árið 2013 fer í sögubækur bílaumboðanna á Íslandi sem ár óvissu og talsverðra sveiflna fyrir okkur í bílgreininni. Fyrri partur ársins var í samræmi við væntingar, þó krónan væri óstöðug, og talsvert veik á fyrstu mánuðum ársins, og seinni hluti ársins voru okkur ákveðin vonbrigði,“ segir Jón Trausti Ólafson formaður Bílgreinasambandsins. „En þrátt fyrir það er bílgreinin þó bjartsýn á árið 2014, enda teljum við að allar forsendur séu fyrir því að bílasala geti vaxið um allt að 15% frá árinu 2013.“ Jón Trausti segir að miklar framfarir hafi orðið í framleiðslu bíla undanfarin ár, og má m.a. sjá það í tölum Orkuseturs, sem heldur m.a. utan um Co2 losun nýskráðra bifreiða og uppgefna eyðslu þeirra, að nýir bílar eyða um 30-40% minna af eldsneyti en þeir gerðu fyrir áratug síðan. ,,Það þýðir að fjölskylda sem ver 300.000 kr. á ári til eldsneytiskaupa og á “meðalbíl” okkar Íslendinga, rúmlega 10 ára gamlan fólksbíl, getur sparað sér allt að 120.000 kr. ári og hátt í hálfa milljón á fjórum árum með því að fá sér sparneytnari bíl, sem auk þess er í ábyrgð frá framleiðanda,“ segir Jón Trausti. „Þá er mikilvægt fyrir okkur öll að umferðaröryggi eykst verulega með endurnýjun bílaflotans. Langflestir nýir bílar eru til að mynda búnir stöðugleikastýringu og hinum ýmsa öryggisbúnaði sem var aukabúnaður fyrir áratug síðan. Við teljum að endurnýjun bílaflotans í öruggari bíla sé samfélaginu gríðarlega mikilvægur þáttur“ segir Jón Trausti. Bílgreinasambandið spáir því að um 15% söluaukning verði á nýjum bílum á árinu 2014. Það megi rekja til ýmissa þátta, svo sem von um aukin stöðugleika í gjaldmiðlunum, lægri verðbólgu, minna atvinnuleysi og betri efnahagshorfa almennt. Framundan eru aukin umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna framkvæmda í tengslum við ferðaþjónustu, auknum ferðamannastraumi til landsins, sterkri stöðu sjávarútvegs og því að stjórnvöld hafi kynnt aðgerðir til handa heimilum landsins sem draga úr óvissu, og biðstöðu sem uppi hefur verið síðastliðin ár. Þá sé endurreikning bílalána að mestu lokið og óvissu í kringum útreikninga þeirra hafi að mörgu leyti verið eytt. Á árinu 2013 voru bílaleigur kaupendur að um 40% þeirra fólksbíla sem skráðir voru. Bílgreinasambandið hefur áður lýst yfir stuðning sínum við bílaleigugeirann og fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að koma til móts við bílaleigur með eftirgjöf vörugjalda, mikilvægt sé að stuðlað sé að heilbrigðri endurnýjun bílaleiguflotans, sem skilar sér svo í endursölu á markaði í notuðum bílum síðar.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira