Rafíþróttir

Síðasta vika Vodafone deildarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Vodafone deildin rafíþróttir
Vodafone deildin rafíþróttir

Síðasta vika Vodafonedeildarinnar í League of Legends hefst í kvöld. Útlit er fyrir að hún verði jafn spennandi og hinar fyrri. Í kvöld klukkan átta spila KR LoL spila gegn Tindastóll #STÓLLINN.

KR sitja í fimmta sæti með 6 stig en Tindastóll í því þriðja með 8. Sigurinn í kvöld er mikilvægur fyrir bæði liðin þar sem það skiptir miklu máli að enda deildina í efstu fjóru sætunum því að þá ertu gulltryggður inn í sjálft meistaramótið og þarft ekki að spila í gegnum áskorendamótið á undan.

Við eigum því von á gríðarlega hörðum slag sem verður sýndur í beinni hér að neðan.

Hér að neðan má svo sjá viðureign Dusty Coolbets og Fylkis í CS:Go á Stöð 2 eSport.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.