Bilanir í Bombardier-vél meiri en búast mátti við Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2016 18:45 Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði. Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Flugfélag Íslands hefur þrívegis á skömmum tíma neyðst til að taka nýju Bombardier-flugvélina úr áætlun vegna bilunar. Framkvæmdastjóri Flugfélagsins, Árni Gunnarsson, segir byrjunarörðugleikana meiri en þeir áttu von á. Vélin var á leið til Egilsstaða í gær þegar henni var snúið við vegna bilunar í vökvakerfi. Það varð til þess að flug til Akureyrar í gærkvöldi raskaðist einnig. „Þetta eru óþægindi fyrir farþega okkar og við reynum að leysa úr þeim eins og við getum. En þetta er ákveðið tjón að þurfa að vera með vél á jörðu niðri. Það hjálpar ekki til með reksturinn. Við höfum aðrar vélar til að spila úr en óneitanlega hefur þetta áhrif á áætlunina,“ sagði Árni í viðtali við Stöð 2 í skýli Flugfélagsins þar sem Bombardierinn var til viðgerðar í dag. Stóra systir, Bombardier Q400, í loftinu við komuna til Reykjavíkur þann 24. febrúar síðastliðinn. Litla systir, Q200, við Flugfélagsafgreiðsluna. Sú stærri tekur 72-76 farþega en sú minni 37 farþega.Vísir/Vilhelm.Þetta er í þriðja sinn á þremur vikum sem Flugfélagið neyðist til að taka Bombardierinn úr notkun vegna bilunar. Í einu tilviki þurfti vélin að lenda í Keflavík vegna þess að vængbörð voru ekki rétt stillt og öðru tilviki þurfti að skipta um rafal í hreyfli. „Þetta eru aðeins meiri brekkur en við áttum von á. Það er auðvitað samt þannig að við innleiðingu á nýrri vélartegund fyrir okkar rekstur þá má búast við að það séu einhverjir byrjunarörðugleikar. En þetta hefur óneitanlega verið meira en við áttum von á.“ Rifjað hefur verið upp að SAS-flugfélagið hætti notkun þessarar tegundar árið 2007 eftir að hjólabúnaður gaf sig í þremur vélum félagsins. Vélarnar þrjár sem Flugfélagið fær eru orðnar fimmtán ára gamlar. -Voruð þið að kaupa köttinn í sekknum? „Nei. Við teljum ekki svo vera. Það eru yfir 450 svona vélar í rekstri í heiminum í dag og þær eru í fullri framleiðslu. Þær hafa reynst mjög vel. Það voru þarna byrjunarörðugleikar, eins og þú nefndir. Það eru orðin tíu ár síðan komið var í veg fyrir þá. Þannig að við teljum að þetta séu mjög áreiðanlegar og hagkvæmar vélar og góðar í rekstri. En óneitanlega erfitt að byrja svona en við teljum að við séum að komast fyrir vind með þetta,“ segir Árni. Hann segir von á Bombardier-vél númer tvö eftir hálfan mánuð og þriðja vélin sé væntanleg um miðjan maímánuð. Gert sé ráð fyrir að rekstri Fokker-vélanna ljúki í aprílmánuði.
Tengdar fréttir Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27 Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00 „Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Flugi á leið til Egilsstaða snúið við vegna bilunar Bilun kom upp í Bombardier Q-400 vél Flugfélags Íslands í kvöld og var afráðið að snúa aftur til Reykjavíkur vegna þess. 28. mars 2016 23:27
Nýju vélarnar vísir á góða tíma í innanlandsfluginu Flugvélin sem tekur við keflinu sem flaggskip innanlandsflota Flugfélags Íslands lenti í Reykjavík í fyrsta sinn í dag. 24. febrúar 2016 19:00
„Mjög harkaleg“ lending Bombardier-vélarinnar á Keflavíkurflugvelli Bombardier-vél Flugfélags Íslands sem var á leiðinni frá Reykjavík til Egilsstaða í hádeginu í dag þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna þess að vængbörð vélarinnar voru ekki rétt stillt. 15. mars 2016 17:21