Jón Viðar gengur sáttur frá Mjölni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:02 Nafn Jóns Viðars Arnþórssonar hefur sjaldan verið langt undan þegar Mjölni ber á góma. Nú stefnir í að breyting verði þar á. Vísir/vilhelm Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST
MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
„Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50