Sport

10 efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2019

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir varð íþróttamaður ársins í fyrra.
Sara Björk Gunnarsdóttir varð íþróttamaður ársins í fyrra. vísir/sigurður már
Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá tíu íþróttamenn sem flest atkvæði fengu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2019.

Úrslitin úr kjörinu verða kynnt í beinni útsendingu á RÚV laugardagskvöldið 28. desember.

Það íþróttafólk sem fékk flest atkvæði í kjörinu þetta árið og er í efstu tíu sætunum er í stafrófsröð.

Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Arnar Davíð Jónsson, keilari úr Keilufélagi Reykjavíkur. 

Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Barcelona á Spáni.

Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Rosengård í Svíþjóð. 

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur.

Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Everton á Englandi. 

Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni. 

Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Alba Berlín í Þýskalandi.

Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg í Þýskalandi. 

Þrír efstu þjálfarar ársins

Það verður ekki bara tilkynnt um úrslitin í kjöri íþróttamanns ársins í Hörpu 28. desember. Þar verður úrslitum í kjörinu á liði ársins og þjálfara ársins einnig kynnt.

Samtök íþróttafréttamanna hafa valið þjálfara ársins frá og með árinu 2012. Þrír efstu þjálfararnir í ár eru þessir í stafrófsröð:

Alfreð Gíslason

Óskar Hrafn Þorvaldsson

Patrekur Jóhannesson

Þrjú efstu lið ársins

Lið ársins verður einnig útnefnt í Hörpu á laugardagskvöld. Samtök íþróttafréttamanna hafa kosið lið ársins frá árinu 2012. Þrjú efstu liðin í kjörinu þetta árið eru í stafrófsröð þessi:

Karlalið Selfoss í handbolta. 

Kvennalið Vals í handbolta. 

Kvennalið Vals í körfubolta. Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.