Þar á meðal eru þrjár af þeim MAX-vélum sem Icelandair áætlaði að taka í notkun fyrir sumarið. Í myndbandi sem Twitter-notandinn Woodys Aeroimages birtir á Twitter í gær má meðal annars sjá þessar þrjár flugvélar Icelandair safna ryki þar sem þeim hefur verið komið fyrir á flughlaði í grennd við Boeing Field, þar sem þær eru framleiddar.
„Fjöldi MAX-véla á óvenjulegu stæði við Boeing Field í Seattle,“ er skrifað við myndbandið sem sjá má hér að neðan en fleiri myndir af vélunum,þar á meðal MAX-vélum Icelandair má sjá hér.
A mass of MAXs in an unconventional parking lot across the street from Boeing Field in Seattle. pic.twitter.com/D42j1nkbKi
— Howard Slutsken (@HowardSlutsken) April 15, 2019
Brást flugfélagið með því aðleigja þrjár Boeing 767 breiðþoturauk þess sem flugáætlun félagsins fyrir sumarið var endurskoðuð.
Í frétt Business Insidersegir að Boeing hafi þurft að geyma MAX-vélarnar sem framleiddar eru á meðan flugbannið er í gildi á hinum ýmsu stöðum í grennd við verksmiðjuna, og hrannast þær nú upp. Alls eru framleiddar 42 slíkar vélar á mánuði, þrátt fyrir að hægt hafi verið á framleiðslu vegna flugbannsins.
Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að tryggja það að flugbanninu verði aflétt en þangað til hrannast vélarnar upp, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.
They are quickly running out of room to store #737MAX's at Boeing Field as well. They will need to start sending them to either MWH or VCV for storage eventually. pic.twitter.com/ZYoRjlOi9H
— Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019
A pair of @CopaAirlines#737MAX9's in Storage at Boeing Field
7448 HP-9907CMP 737-9 Copa Airlines
7473 HP-9908CMP 737-9 Copa Airlines pic.twitter.com/FvgLq3NoD7
— Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019
They are quickly running out of room to store #737MAX's at @PaineFieldpic.twitter.com/DWfu9IIwj5
— Woodys Aeroimages (@AeroimagesChris) April 15, 2019