„Good-mund-son“ æfir með Utah Jazz í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:00 Jón Axel Guðmundsson. Getty/ Mitchell Leff Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019 NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019
NBA Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira