„Good-mund-son“ æfir með Utah Jazz í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2019 12:00 Jón Axel Guðmundsson. Getty/ Mitchell Leff Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði. Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag. Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Utah Jazz Announce Pre-Draft Workouts pic.twitter.com/CALMFQSNjC — Utah Jazz PR (@UtahJazzPR) May 23, 2019Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik. Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim. Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim. Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini. „Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan. Predraft Workouts, 5.23–Walt Perrin, VP of Player Personnelhttps://t.co/2Ttv7BfzmI — Utah Jazz (@utahjazz) May 23, 2019
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira