Efling skorar á Ölgerðina að stytta vinnuviku allra Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 17:39 Sólveig Anna skoraði á Ölgerðina í bréfi til forstjóra. Vísir/Vilhelm Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur sent Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, áskorun í kjölfar umfjöllunar um málefni starfsmanna í vikunni. Vísir greindi frá að starfsmönnum Ölgerðarinnar sem voru meðlimir í VR hafi verið boðaðir á fund forsvarsmanna. Var starfsmönnum þar boðnir þrír kostir, ganga úr VR og í Eflingu, halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti.Sjá einnig: Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar útÍ bréfi sínu til forstjóra Ölgerðarinnar segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, að þó núgildandi kjarasamningur Eflingar og SA skapi Ölgerðinni ekki skyldu um að stytta vinnuvikuna um níu mínútur líkt og í samningi VR sé ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtæki veiti þeim sem starfi undir öðrum samningum sömu styttingu. Einnig sé í kjarasamningi Eflingar og SA að finna sérstakar heimildir til þess að framkvæma slíka styttingu. „Með hliðsjón af ofangreindu skora ég f.h. Eflingar – stéttarfélags á þig að veita starfsmönnum sem starfa samkvæmt kjarasamningi Eflingar sams konar styttingu og þeim sem starfa samkvæmt samningi VR,“ segir í bréfi Sólveigar Önnu til Andra Þórs dagsettu í dag, 6. desember 2019. Þá segir einnig í bréfinu að fyrir hönd Eflingar fagni formaðurinn leiðréttingu félagsaðildar starfsmanna þar sem sumir starfsmannanna hafi unnið störf sem falla heldur undir samningsvið Eflingar en VR.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.„Samkvæmt heimildum mínum hefur Ölgerðin um árabil lagt blessun sína yfir félagsaðild umræddra starfsmanna að VR í skriflegum ráðningarsamningum og greitt stéttarfélagsgjöld af þeim til VR,“ segir í bréfinu. Með þessu hafi Ölgerðin, að dómi Sólveigar Önnu, gefið starfsmönnunum fyrirheit um að þeir fái notið kjara samninga VR, séu þeir samningar betri en samningar Eflingar í einhverjum atriðum. „Tómlæti Ölgerðarinnar gagnvart leiðréttingu félagsaðildar skapar að mínum dómi gild réttlætisrök fyrir því að fyrirtækið veiti umræddum starfsmönnum kjarabætur sem haldast í hendur við þá stéttarfélagsaðild sem fyrirtækið hefur samþykkt árum saman athugasemdalaust,“ segir í bréfinu. Fyrr í vikunni sagði Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að Ölgerðin væri eina fyrirtækið þar sem reynt hafi að færa fólk úr einu stéttarfélagi í annað til þess að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar sagði þó að fyrirtækið hefði skriflega staðfestingu frá VR um að starfsmennirnir njóti betri kjara hvað vinnutíma og laun varði en Lífskjarasamningurinn kveði á um.Sjá einnig: Segja starfsmenn þegar með styttri vinnuvikuEnn fremur segir í yfirlýsingunni síðustu daga hafi verið unnið að samræmingu innan deilda meðal starfsmanna lagers og bílstjóra. Tilgangurinn hafi verið að freista þess að allir starfsmenn hverrar deildar fyrir sig tækju kjör og réttindi eins stéttarfélags. Mikilvægt sé að ef breytingar verði á samningum gangi það sama yfir alla.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira