Íslendingar í sjötta sæti á nýjum lífskjaralista SÞ Heimsljós kynnir 9. desember 2019 10:15 UNDP Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna (HDI) sem birt var í morgun. Íslendingar eru í sjötta sæti skýrslunnar í ár, hafa hækkað um eitt sæti milli ára. Norðmenn eru í efsta sæti, þá Svisslendingar, Írar, Þjóðverjar og íbúar Hong Kong eru jafnir í fjórða sæti og Íslendingar og Ástralar í því sjötta.Human Development Report (HDI) skýrsla Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sýnir lífskjör eða lífsgæði íbúa heimsins. Í ár er sérstakri athygli beint að ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni segir að þótt munurinn í lífskjörum hafi minnkað hafi ójöfnuður tengdur menntun, tækni og loftslagsbreytingum leitt til mótmæla víðs vegar í heiminum. Verði ekki brugðist við ójöfnuði gæti hann leitt til meiri sundrungar en þekkst hefur frá dögum iðnbyltingarinnar, segir í skýrslunni.„Þessi skýrsla um þróun lífskjara sýnir hvernig kerfislegt misrétti skaðar samfélög okkar á djúpstæðan hátt og hvers vegna,“ sagði Achim Steiner framkvæmdastjóri UNDP þegar hann kynnti skýrsluna. „Ójöfnuður snýst ekki einungis um það hversu mikið einhver þénar í samanburði við aðra, heldur um ójafna dreifingu auðs og valds.“ Achim Steiner bætti við að ólíkar birtingarmyndir ójöfnuðar hefðu leitt til mótmæla á götum úti, hækkun farmiðaverða í lestir, verð á eldsneyti, kröfur um pólitískt frelsi, leit að sanngirni og réttlæti. „Þetta er hin nýja ásjóna ójöfnuðar,“ sagði hann. Í botnsætum listans eru Níger, Miðafríkulýðveldið, Tjad, Suður-Súdan, Búrúndi, Malí, Eritrea, Búrkina Fasó, Síerra Leóne, Mósambík og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent
Þrátt fyrir framfarir á heimsvísu í baráttunni gegn fátækt, hungri og sjúkdómum er ójöfnuður víða í heiminum sem setur til dæmis mark sitt á aðstæður ungu kynslóðarinnar, segir í nýrri skýrslu um lífskjaravísitölu Sameinuðu þjóðanna (HDI) sem birt var í morgun. Íslendingar eru í sjötta sæti skýrslunnar í ár, hafa hækkað um eitt sæti milli ára. Norðmenn eru í efsta sæti, þá Svisslendingar, Írar, Þjóðverjar og íbúar Hong Kong eru jafnir í fjórða sæti og Íslendingar og Ástralar í því sjötta.Human Development Report (HDI) skýrsla Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) sýnir lífskjör eða lífsgæði íbúa heimsins. Í ár er sérstakri athygli beint að ójöfnuði í heiminum. Í skýrslunni segir að þótt munurinn í lífskjörum hafi minnkað hafi ójöfnuður tengdur menntun, tækni og loftslagsbreytingum leitt til mótmæla víðs vegar í heiminum. Verði ekki brugðist við ójöfnuði gæti hann leitt til meiri sundrungar en þekkst hefur frá dögum iðnbyltingarinnar, segir í skýrslunni.„Þessi skýrsla um þróun lífskjara sýnir hvernig kerfislegt misrétti skaðar samfélög okkar á djúpstæðan hátt og hvers vegna,“ sagði Achim Steiner framkvæmdastjóri UNDP þegar hann kynnti skýrsluna. „Ójöfnuður snýst ekki einungis um það hversu mikið einhver þénar í samanburði við aðra, heldur um ójafna dreifingu auðs og valds.“ Achim Steiner bætti við að ólíkar birtingarmyndir ójöfnuðar hefðu leitt til mótmæla á götum úti, hækkun farmiðaverða í lestir, verð á eldsneyti, kröfur um pólitískt frelsi, leit að sanngirni og réttlæti. „Þetta er hin nýja ásjóna ójöfnuðar,“ sagði hann. Í botnsætum listans eru Níger, Miðafríkulýðveldið, Tjad, Suður-Súdan, Búrúndi, Malí, Eritrea, Búrkina Fasó, Síerra Leóne, Mósambík og Lýðstjórnarlýðveldið Kongó. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent