Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 10:14 Útflutningshorfur hafa versnað eftir fall WOW air. Vísir/Vilhelm Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira