Hagstofan spáir samdrætti í fyrsta sinn síðan 2010 Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. maí 2019 10:14 Útflutningshorfur hafa versnað eftir fall WOW air. Vísir/Vilhelm Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Minnkandi útflutningur mun verða þess valdandi að í fyrsta skipti frá árinu 2010 mun verg landsframleiðsla dragast saman í ár. Í nýrri þjóðhagspá Hagstofunnar fyrir árin 2019 til 2024, sem birtist í morgun, er reiknað með 0,2 prósent samdrætti í ár en að hagkerfið vaxi um 2,6 prósent á næsta ári, sem skýrist af bata í útflutningi og fjárfestingu. Síðasta spá Hagstofunnar, sem birtist í febrúar, gerði ráð fyrir hagvexti í ár sem næmi 1,7 prósentum. Ljóst er að vaxtarviðsnúningurinn er töluverður en hagvöxtur síðasta árs var 4,6 prósent. Einkaneysla jókst um 4,8 prósent, samneysla um 3,3 prósent og fjármunamyndun jókst um 2,1 prósent. Útflutningur jókst um 1,6 prósent en innflutningur um 0,1 prósent. Útflutningshorfurnar hafa hins vegar versnað talsvert með gjaldþroti WOW air og staðfestingu á að enginn loðnukvóti verði fyrir fiskveiðiárið, að sögn Hagstofunnar. Spáð er 2,5 prósent samdrætti útflutnings í ár sem má að mestu rekja til samdráttar þjónustuútflutnings en einnig eru horfur á nokkrum samdrætti í útflutningi sjávarafurða. Ísland sé hins vegar ennþá vinsæll áfangastaður ferðamanna og reiknar Hagstofan því með hóflegum bata útflutnings á næstu árum, vöxturinn verði t.d. 2,5 prósent á næsta ári. Einkaneysla mun að sama skapi dragast saman um næstum helming í ár ef marka má hagspána. Gert er ráð fyrir að hann verði 2,4 prósent árið 2019. „Mögulegt er að fyrstu mánuðir ársins hafi einkennst af varúðarsparnaði vegna óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, sem hefur nú að mestu verið eytt. Meiri raunhækkun launa ásamt fyrirhuguðum breytingum á hlutfalli tekjuskatts styðja við vöxt einkaneyslunnar seinna á spátímabilinu,“ segir í útskýringu Hafstofunnar.Atvinnuleysi og verðbólga eykst Stofnunin gerir að sama skapi ráð fyrir því að verðbólga aukist, þrátt fyrir að talið sé að nýundirritaðir kjarasamningar muni ekki hafa mikil áhrif á verðlag. Útlit er fyrir að verðbólga verði að meðaltali 3,4 prósent í ár og 3,2 prósent árið 2020 en eftir það er reiknað með að verðbólga nálgist verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Þá er spáð að spenna minnki á vinnumarkaði og atvinnuleysi aukist á þessu ári, þá helst vegna gjaldþrots WOW air og áhrifa þess á þjónustuútflutning. Hagstofan áætlar að hægja muni á innflutningi erlends vinnuafls næstu árin vegna minni efnahagsumsvifa. Atvinnuleysi var 3 prósent að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, en áætlað er að yfir 1.600 manns hafi orðið atvinnulausir í lok mars. Búist er við því að atvinnuleysi verði um 3,7 prósent að meðaltali í ár og 3,8 prósent árið 2020.Hagspána má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent