Ráku fyrrverandi bankastjórann fyrir að ofrukka viðskiptavini Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2019 11:03 Danske bank hefur átt í vök að verjast undanfarið. Hann er sakaður um að hafa þvættað um 200 milljarða evra í gegnum útibú sitt í Eistlandi. Vísir/EPA Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen. Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stjórn Danske bank hefur rekið Jesper Nielsen, fyrrverandi bráðabirgðaforstjóra danska bankans, eftir að bankinn varð uppvís að því að ofrukka viðskiptavini sína fyrir fjárfestingaþjónustu. Danska fjármálaeftirlitið hafur sagt brot bankans afar alvarlegt. Nielsen var yfir þjónustu Danske bank í Danmörku og var starfandi forstjóri þar til í lok síðasta mánaðar. Bankinn hefur átt í vök að verjast vegna ásakana um umfangsmikið peningaþvætti sem var ástæða þess að Thomas Borgen hrökklaðist frá sem forstjóri í október og Nielsen tók við. Ofan á þá erfiðleika bættist rannsókn danska fjármálaeftirlitsins á fjárfestingarleið sem Danske bank bauð viðskiptavinum sínum upp á. Gjald bankans fyrir þjónustuna var hækkað þegar nýjar evrópskar reglur um markaði fyrir fjármálagerninga tók gildi, að því er segir í frétt Reuters. Bankinn ætlar að greiða 87.000 viðskiptavinum sínum sem lögðu fé sitt í leiðina bætur upp á um 400 milljónir danskra króna, jafnvirði um 7,6 milljarða íslenskra króna. Fjármálaeftirlitið segist ætla að kveða upp úrskurð síðar í sumar. Chris Vogelzang, sem tók við forstjórastöðunni í byrjun mánaðar, segir að misráðnar ákvarðanir stjórnenda hafi orðið til þess að bankinn hafi brugðist viðskiptavinum sínum og bað þá afsökunar í yfirlýsingu vegna brottrekstrar Nielsen.
Danmörk Peningaþvætti norrænna banka Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50