Giannis og félagar unnu þrettánda leikinn í röð í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 08:00 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í leik með Milwaukee Bucks. Getty/Stacy Revere Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114 NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Milwaukee Bucks hélt áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og bæði lið Los Angeles Lakers og Dallas Mavericks halda áfram að gera góða hluti í Vesturdeildinni. Boston Celtics vann sinn leik og Golden State Warriors liðið tapaði einn einum leiknum.13 STRAIGHT WINS!@Giannis_An34 (35 PTS, 9 REB, 4 3PM) leads the way for the @Bucks. pic.twitter.com/Y48JAJusqF — NBA (@NBA) December 5, 2019 Giannis Antetokounmpo skoraði 35 stig þegar Milwaukee Bucks vann 127-103 útisigur á Detroit Pistons en þetta var þrettándi sigur Bucks liðsins í röð. Leikmenn Detroit Pistons spiluðu fast og reyndu að ná Giannis Antetokounmpo upp en hann hélt ró sinni. „Þeir vilja láta finna fyrir sér og spila fast. Þeir eru að reyna að ná þér út úr þínum leik og það er það sem maður býst við þegar maður kemur til Detroit. Það eru fleiri lið sem reyna að taka fast á mér en ég þarf bara að halda ró minni,“ sagði Giannis Antetokounmpo en litlu munaði að honum og Blake Griffin lenti saman. Milwaukee Bucks hefur ekki unnið svo marga leiki í röð síðan liðið var með Kareem Abdul-Jabbar og Oscar Robertson og árið var 1973. Þá vann liðið sextán leiki í röð.26 PTS (9-11 FGM) from @AntDavis23 pushes the @Lakers to their 10th-straight road W! #LakeShowpic.twitter.com/SL7fdVKYYY — NBA (@NBA) December 5, 2019Anthony Davis skoraði 26 stig og LeBron James var með 20 stig og 12 stoðsendingar þegar Los Angeles Lakers burstaði Utah Jazz á útivelli, 121-96. Rajon Rondo var síðan nálægt þrenunni með 14 stig, 12 stoðsendingar og 9 stoðsendingar. Lakers vann Utah liðið 32-5 í hraðaupphlaupsstigum og skoraði 21 stig eftir tapaða bolta Utah manna. Donovan Mitchell skoraði 29 stig fyrir Utah en liðið tapaði þarna í fimmta sinn í síðustu sex leikjum sínum.@DwightPowell33 has a PERFECT night from the floor as the @dallasmavs move to 15-6! #MFFL 24 PTS | 9-9 FGM | 2-2 3PM pic.twitter.com/eDrrGQLuhn — NBA (@NBA) December 5, 2019Dallas Mavericks þurfti ekki stórleik frá Slóvenanum Luka Doncic til að vinna í níunda skiptið í síðustu tíu leikjum. Dwight Powell skoraði 24 stig og hitti úr öllum níu skotum sínum þegar Dallas Mavericks vann 121-114 sigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic lét sér nægja 22 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar og fékk líka tæknivillu í þriðja leikhluta. Hann sat á bekknum þegar Dallas Mavericks liðið lagði grunninn að sigrinum. Karl-Anthony Towns og Andrew Wiggins skoruðu báðir 26 stig fyrir Minnesota.59 PTS combined! @FCHWPO (31 PTS, 5 3PM) and @KembaWalker (28 PTS, 6 3PM) lead the @celtics to 8-0 at home! pic.twitter.com/IcUVTByzZd — NBA (@NBA) December 5, 2019Jaylen Brown skoraði 31 stig og Kemba Walker var með 28 stig þegar Boston Celtics vann 112-93 sigur á Miami Heat sem þýðir að Boston liðið hefur unnið alla átta heimaleiki sína á þessu tímabili. Jimmy Butler var með 37 stig fyrir Miami.Golden State Warriors tapaði enn einum leiknum nú 106-91 á móti Charlotte Hornets á útivelli. Devonte Graham skoraði tíu þrista í leiknum fyrir Charlotte og endaði með 33 stig. D'Angelo Russell sneri aftur hjá Golden State eftir níu leikja fjarveru og skoraði 18 stig.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Sacramento Kings 127-116 Utah Jazz - Los Angeles Lakers 96-121 Dallas Mavericks - Minnesota Timberwolves 121-114 Chicago Bulls - Memphis Grizzlies 106-99 Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 100-107 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 118-130 Boston Celtics - Miami Heat 112-93 Charlotte Hornets - Golden State Warriors 106-91 Detroit Pistons - Milwaukee Bucks 103-127 Orlando Magic - Phoenix Suns 128-114
NBA Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira