Engar flugferðir fyrirhugaðar enn sem komið er Gunnar Reynir Valþórsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 18. september 2019 08:12 Michelle Ballarin á blaðamannafundi á Hótel Sögu fyrr í mánuðinum. Skjáskot/Vísir Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. Þetta kemur fram hjá talskonu flugvallanna í Washington en stórblaðið Washington Post fjallar um endurreisnaráform Michelle Ballarin. Talskonan segir í svari til blaðsins að fundað hafi verið með Ballarin og samstarfsfólki hennar í síðasta mánuði en að eins og staðan sé nú séu engar flugferðir á vegum félagsins fyrirhugaðar frá Dulles. Þá er rætt við flugmálasérfræðinginn Robert Mann sem segir að enn liggi of lítið af upplýsingum fyrir hvað varði endurreisn WOW til að hægt sé að meta stöðuna af einhverri alvöru. Ballarin sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 6. september, sama dag og hún boðaði til blaðamannafundar, að stefnt yrði á að hefja miðasölu í vikunni á eftir, þ.e. í síðustu viku. Heimasíðan yrði vonandi komin í loftið og orðin nothæfa svo fólk gæti byrjað að bóka flug. Af hvorugu hefur orðið enn sem komið er. Páll Ágúst Pálsson lögmaður sem hefur verið tengiliður Ballarin við fjölmiðla og henni innan handar um hin ýmsu mál sagði í samtali við Vísi þann 9. september að unnið væri hörðum höndum að því að koma heimasíðu félagsins í loftið. Hann vildi þó ekki svara spurningum sem sneru að rekstrarlegum atriðum eða því hvort búið væri að ráða starfsfólk hér á landi. Meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi WOW air voru fjólubláu búningarnir sem Gunnar Hilmarsson hannaði á sínum tíma. Gunnar Hilmarsson, sem hannaði búningana á sínum tíma, staðfesti í samtali við Vísi að Páll Ágúst hefði rætt við sig. Ekkert væri þó fast í hendi varðandi framhaldið. Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Engar flugferðir á vegum hins endurreista WOW air eru fyrirhugaðar frá Dulles-flugvellinum í Washington DC, enn sem komið er í það minnsta. Þetta kemur fram hjá talskonu flugvallanna í Washington en stórblaðið Washington Post fjallar um endurreisnaráform Michelle Ballarin. Talskonan segir í svari til blaðsins að fundað hafi verið með Ballarin og samstarfsfólki hennar í síðasta mánuði en að eins og staðan sé nú séu engar flugferðir á vegum félagsins fyrirhugaðar frá Dulles. Þá er rætt við flugmálasérfræðinginn Robert Mann sem segir að enn liggi of lítið af upplýsingum fyrir hvað varði endurreisn WOW til að hægt sé að meta stöðuna af einhverri alvöru. Ballarin sagði í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 þann 6. september, sama dag og hún boðaði til blaðamannafundar, að stefnt yrði á að hefja miðasölu í vikunni á eftir, þ.e. í síðustu viku. Heimasíðan yrði vonandi komin í loftið og orðin nothæfa svo fólk gæti byrjað að bóka flug. Af hvorugu hefur orðið enn sem komið er. Páll Ágúst Pálsson lögmaður sem hefur verið tengiliður Ballarin við fjölmiðla og henni innan handar um hin ýmsu mál sagði í samtali við Vísi þann 9. september að unnið væri hörðum höndum að því að koma heimasíðu félagsins í loftið. Hann vildi þó ekki svara spurningum sem sneru að rekstrarlegum atriðum eða því hvort búið væri að ráða starfsfólk hér á landi. Meðal þess sem Ballarin keypti úr þrotabúi WOW air voru fjólubláu búningarnir sem Gunnar Hilmarsson hannaði á sínum tíma. Gunnar Hilmarsson, sem hannaði búningana á sínum tíma, staðfesti í samtali við Vísi að Páll Ágúst hefði rætt við sig. Ekkert væri þó fast í hendi varðandi framhaldið.
Bandaríkin Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32 Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
WOW air ekki komið með lendingartíma í Keflavík Naumur tími er til stefnu og segir lögmaður félagsins að unnið sé út frá tveimur dagsetningum í næsta mánuði fyrir jómfrúarflugið. 7. september 2019 12:32
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun