Tímabært að leyfa sölu bjórs beint frá brugghúsum Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 16:15 Íslensk brugghús reka mörg hver veitingasölu en viðskiptavinir mega ekki kaupa bjór af brugghúsunum á flöskum og taka með sér heim. Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur. Íslenskur bjór Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Stjórnarformaður í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa segir tímabært að sala bjórs verði leyfð beint frá framleiðendum, líkt og tíðkist víða erlendis. Vel yfir hundrað tegundir af íslenskum bjór eru framleiddar í brugghúsum landsins. Í dag eru 30 ár liðin frá því að sala bjórs var leyfð aftur á Íslandi eftir margra áratuga bann. Árið 1915 tók gildi bann við áfengisneyslu á Íslandi. Bjór var ekki leyfður aftur fyrr en 74 árum síðar, 1. mars 1989. Fyrsta daginn gátu viðskiptavinir vínbúða í Reykjavík valið á milli fimm tegunda bjórs. Nú 30 árum síðar framleiðir hver íslenskur framleiðanda hið minnsta jafn margar tegundir og í boði voru þá.Yfir hundrað íslenskar bjórtegundir 24 framleiðendur sem framleiða áfengi frá grunni, aðallega bjór, eru í Samtökum íslenskra handverksbrugghúsa. Samtökin voru stofnuð fyrir um ári. Sigurður Pétur Snorrason, formaður stjórnar samtakanna, ætlar að fagna bjórdeginum með félögum í samtökunum á bjórhátíð á Árskógssandi í kvöld. Sigurður segir að brugghúsin skapi atvinnu í héraði og laði að sér bæði starfsmenn og ferðamenn. Aðspurður um fjölda íslenskra bjórtegunda segir hann að hvert brugghús framleiði um fimm til tíu tegundir, íslenskar bjórtegundir séu því vel yfir hundrað talsins.Bjórsala beint frá býli Ferðamennska og kynning á framleiðslu bjórs er hluti reksturs margra brugghúsa. Mörg þeirra hafa opnað eigin veitingasölu og selja bjór á staðnum. Sigurður Pétur Snorrason segir tímabært að leyfa sölu bjórs beint úr brugghúsum þannig að viðskiptavinir geti tekið hann með sér heim. „Í Bandaríkjunum geturðu farið inn í næsta brugghús með stóra flösku og fengið hana fyllta og farið með hana heim fulla af bjór. Slíkt er ekki hægt hér út af lögum. En ef þetta frumvarp sem er búið að liggja fyrir í mörg ár verður samþykkt þá heimilar það stofnun sérverslana með áfengi. En við viljum líka fá að sjá að brugghúsið þyrfti ekki að taka það aukaskref heldur fengi bara leyfi til að selja beint til þeirra sem koma að heimsækja brugghúsið,“ segir Sigurður Pétur.
Íslenskur bjór Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira