Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og efling samkeppnissjóða Elliði Vignisson skrifar 8. febrúar 2019 09:12 Mér þykir lítið varið í frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla og það kemur mér á óvart ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins geta stutt það. Stefna Sjálfstæðisflokksins er enda ekki að auka hlutfall skatta (endurgreiðsla) í rekstri fjölmiðla eins og Lilja stefnir á, heldur að draga úr því. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Þar að auki vilja margir Sjálfstæðismenn og fleiri að fé sé fremur veitt til gerð íslensks efnis í gegnum samkeppnissjóði fremur en með ríkisrekstri.260 starfsmenn ríkisins hafa 6600 milljónir til að reka ríkismiðilinn Ríkisútvarpið er að mörgu, jafnvel flestu leyti, ágætis miðill. Sjálfur nota ég hann meira en aðra hefðbundna miðla og á það við um sjónvarp, útvarp og ekki hvað síst stafræna miðlun efnis í gegnum netið. Sem betur fer tekst um 260 starfsmönnum þessa miðils ágætlega að spila úr þeim 6600 milljónum sem miðillinn hefur í tekjur. Afstaða mín, og sennilega flestra Sjálfstæðismanna, er því ekki að gera þurfi breytingar þar sem starfsmenn Ríkisútvarpsins eru ekki standa sig. Afstaðan byggist fyrst og fremst á því að á meðan skattfé er notað í rekstur þá sé óeðlilegt að sá sami rekstur keppi við einkaaðila. Þeirri afstöðu fylgir stundum það álit að fjölmiðlun sé allt eins vel sinnt af einkaaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn vill Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segir:„Rekstur fjölmiðla og fjárhagslegur grundvöllur þeirra er mikilvægur lýðræði, gegnsæi og trúverðugleika í samfélaginu. Endurskoða þarf hlutverk ríkisútvarpsins með það að markmiði að þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Rekstur ríkisins á fjölmiðlum má ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. RÚV á að fara af auglýsingamarkaði.“Þessu er ég og flestir þeir Sjálfstæðismenn sem ég þekki sammála. Fyrir liggur að ríkið leggur þessum rekstri sínum til amk. 4000 milljónir á ári (2017) í formi sérstakra skatta sem kallast „útvarpsgjald“ og er um 17.500 á alla sem eru 16 til 70 ár. Þess má geta að hægt er að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka fyrir þessa upphæð, eða fara um það bil 8 sinnum á tónleika Sinfó. Eða kaupa Lottómiða, karamellur eða hvað það annað sem fólk vill gera fyrir sitt sjálfsaflafé. Sumir vilja til dæmis án vafa frekar nota þessa peninga sem þeir unnu sér inn í kaup á öðrum fjölmiðlum. Ríkið sækir um 2300 milljónir í samkeppni við einkaaðila Þar til viðbótar sækir ríkið grimmt á auglýsingamarkað og sækir sér þangað um 2300 milljónir í samkeppni við einkaaðila sem ekki fá aðgengi að skattfé. Í skýrslu fjölmiðlanefndar kemur fram að heildarvelta á innlendum auglýsingamarkaði er um 10 milljarðar. Ríkiútvarpið tekur til sín yfir 20% af þeim markaði. Það er í mínum huga brogað rekstrarumhverfi. Eina norðurlandið þar sem ríkið keppir á auglýsingamarkaði Það er ekki nokkur trygging á því að eitthvað sé rétt, sé það gert í útlöndum. Engu að síður er rétt að geta þess að ekkert ríkisútvarp á hinum Norðurlöndunum eru á auglýsingamarkaði. Einhver er væntanlega ástæðan fyrir því. Neyslumunstur er að breytast hratt, rekstrarumhverfið þarf að breytast með Umhverfi fjölmiðla er í stöðugri breytingu og það finn ég á sjálfum mér. Í dag nota ég langmest hin svokölluðu podköst og er þar lang oftast um að ræða miðla sem ekki eru í tengslum við hina hefðbundnu miðla. Í viðbót nota ég Twitter, Facebook, Youtube og fl. til að sækja mér fréttir, menningarefni, afþreyingu og fl. Einkaaðilar geta allt eins sinnt menningu Ég myndi því vilja sjá flokkinn minn stíga fram í takt við landsfundarályktun og beita sér fyrir því að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Sjálfur myndi ég einnig vilja sjá að stórt hlutfall af því fjármagni sem í dag fer í rekstur RÚV færi í samkeppnissjóð þangað sem fjölmiðlafólk, listamenn, stjórnmálaskýrendur og allir aðrir geta sótt um í, óháð því hvert þeir svo selja efnið eða hvar þeir finna því framrás. Ég er sannfærður um að það mikilvæga verkefni að halda á lofti íslenskri menningu á íslenskri tungu er síst verr komið hjá einkaaðilum en starfsmönnum ríkisins, svo góðir sem þeir nú samt eru. Verum óhrædd við að gera breytingar.Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Mér þykir lítið varið í frumvarp Lilju Alfreðsdóttur um bætt rekstrarumhverfi fjölmiðla og það kemur mér á óvart ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins geta stutt það. Stefna Sjálfstæðisflokksins er enda ekki að auka hlutfall skatta (endurgreiðsla) í rekstri fjölmiðla eins og Lilja stefnir á, heldur að draga úr því. Stefna Sjálfstæðisflokksins er að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Þar að auki vilja margir Sjálfstæðismenn og fleiri að fé sé fremur veitt til gerð íslensks efnis í gegnum samkeppnissjóði fremur en með ríkisrekstri.260 starfsmenn ríkisins hafa 6600 milljónir til að reka ríkismiðilinn Ríkisútvarpið er að mörgu, jafnvel flestu leyti, ágætis miðill. Sjálfur nota ég hann meira en aðra hefðbundna miðla og á það við um sjónvarp, útvarp og ekki hvað síst stafræna miðlun efnis í gegnum netið. Sem betur fer tekst um 260 starfsmönnum þessa miðils ágætlega að spila úr þeim 6600 milljónum sem miðillinn hefur í tekjur. Afstaða mín, og sennilega flestra Sjálfstæðismanna, er því ekki að gera þurfi breytingar þar sem starfsmenn Ríkisútvarpsins eru ekki standa sig. Afstaðan byggist fyrst og fremst á því að á meðan skattfé er notað í rekstur þá sé óeðlilegt að sá sami rekstur keppi við einkaaðila. Þeirri afstöðu fylgir stundum það álit að fjölmiðlun sé allt eins vel sinnt af einkaaðilum. Sjálfstæðisflokkurinn vill Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði Í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins segir:„Rekstur fjölmiðla og fjárhagslegur grundvöllur þeirra er mikilvægur lýðræði, gegnsæi og trúverðugleika í samfélaginu. Endurskoða þarf hlutverk ríkisútvarpsins með það að markmiði að þrengja verksvið þess í ljósi breytinga sem orðið hafa á fjölmiðlamarkaði. Rekstur ríkisins á fjölmiðlum má ekki hamla frjálsri samkeppni og raska rekstrargrundvelli annarra fjölmiðla. RÚV á að fara af auglýsingamarkaði.“Þessu er ég og flestir þeir Sjálfstæðismenn sem ég þekki sammála. Fyrir liggur að ríkið leggur þessum rekstri sínum til amk. 4000 milljónir á ári (2017) í formi sérstakra skatta sem kallast „útvarpsgjald“ og er um 17.500 á alla sem eru 16 til 70 ár. Þess má geta að hægt er að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka fyrir þessa upphæð, eða fara um það bil 8 sinnum á tónleika Sinfó. Eða kaupa Lottómiða, karamellur eða hvað það annað sem fólk vill gera fyrir sitt sjálfsaflafé. Sumir vilja til dæmis án vafa frekar nota þessa peninga sem þeir unnu sér inn í kaup á öðrum fjölmiðlum. Ríkið sækir um 2300 milljónir í samkeppni við einkaaðila Þar til viðbótar sækir ríkið grimmt á auglýsingamarkað og sækir sér þangað um 2300 milljónir í samkeppni við einkaaðila sem ekki fá aðgengi að skattfé. Í skýrslu fjölmiðlanefndar kemur fram að heildarvelta á innlendum auglýsingamarkaði er um 10 milljarðar. Ríkiútvarpið tekur til sín yfir 20% af þeim markaði. Það er í mínum huga brogað rekstrarumhverfi. Eina norðurlandið þar sem ríkið keppir á auglýsingamarkaði Það er ekki nokkur trygging á því að eitthvað sé rétt, sé það gert í útlöndum. Engu að síður er rétt að geta þess að ekkert ríkisútvarp á hinum Norðurlöndunum eru á auglýsingamarkaði. Einhver er væntanlega ástæðan fyrir því. Neyslumunstur er að breytast hratt, rekstrarumhverfið þarf að breytast með Umhverfi fjölmiðla er í stöðugri breytingu og það finn ég á sjálfum mér. Í dag nota ég langmest hin svokölluðu podköst og er þar lang oftast um að ræða miðla sem ekki eru í tengslum við hina hefðbundnu miðla. Í viðbót nota ég Twitter, Facebook, Youtube og fl. til að sækja mér fréttir, menningarefni, afþreyingu og fl. Einkaaðilar geta allt eins sinnt menningu Ég myndi því vilja sjá flokkinn minn stíga fram í takt við landsfundarályktun og beita sér fyrir því að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Sjálfur myndi ég einnig vilja sjá að stórt hlutfall af því fjármagni sem í dag fer í rekstur RÚV færi í samkeppnissjóð þangað sem fjölmiðlafólk, listamenn, stjórnmálaskýrendur og allir aðrir geta sótt um í, óháð því hvert þeir svo selja efnið eða hvar þeir finna því framrás. Ég er sannfærður um að það mikilvæga verkefni að halda á lofti íslenskri menningu á íslenskri tungu er síst verr komið hjá einkaaðilum en starfsmönnum ríkisins, svo góðir sem þeir nú samt eru. Verum óhrædd við að gera breytingar.Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun