Neikvæð ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði þrjú ár í röð Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. janúar 2019 18:30 Vísir/Stefán Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“ Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði hefur verið neikvæð þrjú ár í röð. Að mati greinenda endurspeglar minni ávöxtun að einhverju leyti breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja eins og lakari horfum í ferðaþjónustu og hærri launakostnaði. Ávötun félaga sem mynda úrvalsvísittölu Kauphallar Íslands var jákvæð um 43,4 prósent árið 2015 en var neikvæð um rúmlega 9 prósent árið 2016, neikvæð um 4,4 prósent árið 2017 og neikvæð um 1,28 prósent í fyrra. Ávöxtun hefur því verið neikvæð þrjú ár í röð. Ef miðað er við heildarvísitölu aðalmarkaðar var ávöxtunin neikvæð 2016 og í fyrra en jákvæð um 4,7 prósent á árinu 2017. Neikvæð ávöxtun þýðir að markaðsverðmæti fyrirtækjanna sem mynda hlutabréfamarkaðinn hafi rýrnað sem þessu nemur. Þá er líka minni velta á íslenskum hlutabréfamarkaði en veltan dróst saman um fimmtung í fyrra. Hvers vegna hefur ávöxtun á íslenskum hlutabréfamarkaði verið neikvæð þrjú ár í röð? Og þýðir þetta að fólk eigi almennt að forðast fjárfestingar á íslenskum hlutabréfamarkaði?Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins.Vísir/ÞÞ„Ávöxtun hlutabréfa er sveiflukennd. Þegar litið er til lengri tíma hefur ávöxtun á innlendum hlutabréfamarkaði verið alveg ágæt en síðustu þrjú ár hafa íslensk hlutafélög í heild átt undir högg að sækja,“ segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningar Arion banka segir að gæði verðbréfamarkaða séu ekki eingöngu mæld út frá ávöxtun milli ára. „Gæði markaða ráðast fyrst og fremst af því hversu skilvirkir þeir eru,“ segir Stefán Broddi.Stefán Broddi Guðjónsson forstöðumaður greiningardeildar Arion bankaHann segir að lakari ávöxtun endurspegli að einhverju leyti lakari horfur í rekstri íslenskra fyrirtækja almennt. „Ávöxtun á liðnu ári og síðustu árin endurspeglar breytt mat á rekstrarforsendum íslenskra fyrirtækja. Við höfum verið að sjá lakari horfur í ferðaþjónustu, hærri rekstrarkostnað hjá fyrirtækjum vegna hærri launakostnaðar, hærri fasteignagjalda og fleira,“ segir Stefán Broddi. Gunnar Baldvinsson segir að eðlilega fæli neikvæð ávöxtun fólk frá því að kaupa hlutabréf. „Það er gjarnan þannig að þegar ávöxtun er léleg vilja menn ekki kaupa en það er kannski akkúrat tíminn þegar fólk á að fjárfesta því þá er verðlagning hófleg.“
Mest lesið Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira