Stórkostlegur Harden tryggði Houston sigur í framlengingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. janúar 2019 07:30 James Harden er á hrikalegu skriði vísir/getty Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135 NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
Houston Rockets hafði betur í framlengingu gegn meisturunum í Golden State Warriors í nótt þegar liðin sem mættust í úrslitum vesturdeildarinnar í vor áttust við í Oakland. James Harden fór á kostum í liði Rockets eins og hann hefur gert síðustu leiki. Hann náði sér í sína aðra þreföldu tvennu í vikunni og fimmta leikinn í röð skoraði hann yfir 40 stig. Leikurinn endaði með eins stigs sigri gestanna frá Houston eftir að langur flautuþristur Kevin Durant hitti ekki körfuna. Harden skoraði sigurkörfu leiksins og lauk leik með 44 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum. Clint Capela bætti 29 stigum og 21 frákasti við fyrir Houston. Stephen Curry skoraði 35 stig fyrir Golden State og Durant var með 26.JAMES HARDEN WINS IT FOR THE @HOUSTONROCKETS FROM DOWNTOWN! Final in Oakland:#Rockets 135#DubNation 134 pic.twitter.com/SOJ374U8P0 — NBA (@NBA) January 4, 2019WHAT. A. PERFORMANCE.@JHarden13 (44 PTS, 10 3PM, 15 AST, 10 REB) records his 3rd 40+point triple-double of the season and hits the game-winning triple for the @HoustonRockets in Oakland! #Rocketspic.twitter.com/7fz1zU6YkR — NBA (@NBA) January 4, 2019 DeMar DeRozan fékk í kvöld sína fyrstu þreföldu tvennu á ferlinum og það sem meira er þá gerði hann það í fyrsta leik gegn sínum gömlu félögum. DeRozan var níu ár í Toronto en var skipt yfir til San Antonio Spurs í sumar. Kawhi Leonard fór í hina áttina í skiptunum, frá Spurs til Raptors. Leikur liðanna í nótt var einnig fyrsta endurkoma Leonard til San Antonio. DeRozan skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í 125-107 sigri heimaliðsins. „Það var mjög gaman að fara út á gólfið og grínast í gömlu liðsfélögunum. En það voru engar tilfinningar, þetta var ekki tilfinningaríkur leikur fyrir mig,“ sagði DeRozan í leikslok. Leonard skoraði 21 stig í endurkomunni en stuðningsmenn Spurs gáfu honum ekki hlýlegar móttökur. Þeir kölluðu hann meðal annars svikara og lætin í áhorfendunum virtust hafa áhrif á hann.@DeMar_DeRozan notches his 1st career triple-double with 21 PTS, 14 REB, 11 AST in the @spurs home victory! #GoSpursGopic.twitter.com/BcNEX0Abqn — NBA (@NBA) January 4, 2019 Denver Nuggets vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið sótti Sacramento Kings heim og heldur sér á toppi vesturdeildarinnar. Jamal Murray skoraði 36 stig fyrir Nuggets, og þar af 17 í lokafjórðungnum, í áttunda sigri Nuggets í 10 leikjum. Nikola Jokic bætti við 26 stigum fyrir Denver. Sacramento var með 13 stiga forystu í hálfleik og stækkuðu forskotið upp í 70-55 snemma í þriðja leikhluta en þá fór Murray í gang og skoraði átta stig í röð í 13-0 áhlaupi Denver. Það var allt jafnt fyrir síðasta fjórðunginn sem gestirnir unnu.Úrslit næturinnar: San Antonio Spurs - Toronto Raptors 125-107 Sacramento Kings - Denver Nuggets 113-117 Golden State Warriors - Houston Rockets 134-135
NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira