Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. janúar 2019 19:00 Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur." Húsnæðismál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum. Félagið 105 Miðborg á fjóra reiti á Kirkjusandslóðinni og byggir þar hótel og lúxusíbúðir. Til stendur að afhenda um 130 íbúðir úr fyrsta áfanga eftir um það bil ár. Íbúðafélagið Bjarg, sem á að tryggja tekjulágum félagsmönnum ASÍ eða BSRB íbúðir á hagstæðu verði, á tvö reiti. Félagið á rétt á stofnframlagi frá ríki og borg við framkvæmdir sem þessar, en það nemur allt að 44% af stofnkostnaði íbúðar. Restina fjármagnar félagið.Íbúðir sem félagið 105 Miðborg er að byggja við sjávarsíðuna. Byggingin er hönnuð af Schmidt Hammer Lassen, sem hannaði m.a. Skuggahverfið.Í lögum um almennar íbúðir, sem íbúðir Bjargs heyra undir, segir að leigufjárhæð skuli ákveðin þannig að rekstur eiganda þeirra sé sjálfbær. Greiðslubyrði leigu hjá Bjargi á hins vegar að jafnaði ekki að fara umfram fjórðung af heildartekjum leigutaka, sem einnig eru með tekjur undir ákveðnu viðmiði. Þar sem framkvæmdir eru dýrar á þéttingarreitum getur reynst erfitt að láta dæmið ganga upp. Hönnunarferlið hefur því tekið tæpt ár hjá Bjargi en félagið skilaði loks inn fyrstu teikningum til byggingafulltrúa í vikunni.„Staðan er þannig að við erum komnir á fjórða verktaka núna í samtal sem loksins treystir sér til þess að byggja og þróa með okkur lausnir til þess að verkefnið geti orðið að veruleika," segir Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi. Þetta tókst með því að draga úr fermetrafjölda í hverri íbúð sem verða allt frá rúmum þrjátíu fermetrum. „Við þurfum að vísu að gera bílakjallara sem er mjög slæmt. En plássið ofanjarðar er ekki nóg þannig við verðum að fara ofan í jörð. Og það eykur leiguverðið til okkar leigjenda," segir Þröstur.Þröstur Bjarnason, verkefnastjóri hjá Bjargi.Bjarg hefur skilað tveimur lóðum í Hafnarfirði og Nauthólsvík og til greina kom að skila lóðinni á Kirkjusandsreitnum. „Það kom til tals í þessu ferli en það er hins vegar mikil krafa í þessu verkefni að þetta sé blönduð byggð. Að þessi verkefni séu á sem flestum stöðum í borginni en ekki öll á sama stað í úthverfi," segir Þröstur. Krafa borgarinnar um félagslega blöndun á þéttingarreitum hefur verið skýr. Þröstur telur því að slaka mætti á ýmsum dýrum kröfum í byggingarreglugerð fyrir hagkvæmar íbúðir, líkt og hljóðkröfum og um kröfum almennt aðgengi. „Að það séu ekki gerðar kröfur til þess að okkar hús séu bara alveg eins og stóru dýru húsin sem eru við hliðina á okkur."
Húsnæðismál Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira