Boðar nýjan stað í rými Skelfiskmarkaðarins Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 06:47 Ekki fylgir sögunni hvort nýi staðurinn muni einnig bjóða upp á skelfisk. getty/Yevgen Romanenko Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“ Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Vonir standa til að nýr veitingastaður muni opna í stað Skelfiskmarkaðarins, sem skellti í lás á Klapparstíg í upphafi árs, fyrir áramót. Búið er að taka innréttingar staðarins í gegn og standa viðræður yfir við einstakling sem hefur í hyggju að hefja veitingarekstur í rýminu. Skelfiskmarkaðurinn var opnaður við Hjartagarðinn í október á síðasta ári en var lokað í marsbyrjun. Alvarlegt nóróveirutilfelli kom upp á staðnum í nóvember síðastliðnum og hafði það merkjanleg áhrif á rekstur staðarins. Rýmið sem hýsti Skelfiskmarkaðurinn hefur staðið ónotað undanfarna mánuði en Pálmar Harðarson, eigandi og framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Þingvangs, boðar breytingu á því í Morgunblaðinu í dag. Eigendur húsnæðisins séu nú nærri því að ganga frá samkomulagi við einstakling sem ætlar sér að opna veitingastað í rýminu. Pálmar segist þó ekki vilja gefa upp um hvern ræðir, aðeins að um vanan rekstraraðila sé að ræða. Umræddur reynslubolti sé þó ekki með veitingastað í rekstri - „en er hins vegar með rekstur sem tengist þessu aðeins,“ eins og Pálmar orðar það við Morgunblaðið. Pálmar segir að mikið hafi verið lagt í innréttingar staðarins og að umtalsverður kostnaður hafi hlotist af þeim framkvæmdum. Engu að síður ætti nýr staður að njóta góðs af því og að á nýja veitingastaðnum verði hægt að bjóða upp á „ódýran mat í fallegu umhverfi.“
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Hrefna lokar Skelfiskmarkaðnum Hrefna Rósa Sætran og samstarfsmenn hennar hafa tekið ákvörðun um að loka veitingastaðnum Skelfiskmarkaðnum. 4. mars 2019 11:31