Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um WOW Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2019 11:30 Wow air hefur átt undir högg að sækja síðustu misseri. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Fjármálaráðuneytið tjáir sig ekki um hvort að það hafi átt í viðræðum við fulltrúa WOW Air þess efnis að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á lánafyrirgreiðslu frá Arion banka til að tryggja rekstur félagsins til skemmri tíma.Greint var frá því í Markaði Fréttablaðsins í morgun að forsvarsmenn WOW Air hafi viðrað þessa hugmynd um liðna helgi, að stjórnvöld veiti flugfélaginu ríkisábyrgð á skuldum flugfélagsins. „Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur ekki tjáð sig um atriði sem varða fjárhags- eða viðskiptamálefni fyrirtækja í samkeppnisrekstri,“ segir í svari upplýsingafulltrúa ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið.Á vef Túrista er greint frá því í dag að blaðafulltrúi bandaríska fjárfestingarsjóðsins Indigo Partners neitaði að tjá sig hvort að félagið ætti enn í viðræðum við WOW Air um kaup sjóðsins á stórum hlut í flugfélaginu. Í yfirlýsingu frá WOW Air sem send var fjölmiðlum 29. febrúar síðastliðinn var greint frá því að vonast væri til þess að viðræðum við Indigo yrði lokið fyrir föstudaginn 29. mars næstkomandi. Skuldabréfaeigendur WOW þurfa að fallast á nýja skilmála sem felast meðal annars í helmingsafskrift af höfuðstól skuldabréfanna, fyrir 25. mars. Samþykki þeir breytingarnar hefur WOW frest til 29. apríl til að ná samkomulagi við Indigo. Gengi hlutabréfa í Icelandair rauk upp um nær 15 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Hluti hækkunarinnar gekk til baka og nam 9 prósentum á ellefta tímanum í morgun. Síðast þegar bréf í Icelandair hækkuðu jafn skarpt, um síðastliðin mánaðamót, sagði greinandi að það væri til marks um mat markaðarins að samningaviðræður WOW og Indigo stæðu illa. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair,“ sagði Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningardeildar Capacent, við Vísi 1. mars síðastliðinn. WOW Air hefur neitað að svara fyrirspurnum Vísis um stöðu fyrirtækisins að svo stöddu um hvort fulltrúarnir fyrirtækisins hafi viðrað hugmyndir um ríkisábyrgð um liðna helgi.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira