Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 06:00 Kynjajafnrétti hefur verið sett á dagskrá hjá Icelandair. Elísabet og Ásdís Ýr. Fréttablaðið/Anton brink Icelandair ætlar á næstu fimm árum að tryggja jafnt kynjahlutfall meðal stjórnenda félagsins. Hlutfall karla eða kvenna verði ekki undir 40 prósentum árið 2025. Þá ætlar fyrirtækið að fjölga stöðugildum kvenflugmanna um 25 prósent og stöðugildum karlflugþjóna um 25 prósent miðað við núverandi stöðu. Að auki ætlar fyrirtækið sér að fjölga konum í störfum flugvirkja með því að kynna flugvirkjastörf og -nám fyrir stúlkum og taka einkennisfatnað flugþjóna til endurskoðunar. „Við höfum unnið markvisst að jafnréttismálum síðustu ár og uppfært stefnu okkar þar sem samfélagsábyrgð er ríkur þáttur. Icelandair hefur ákveðið að leggja fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til grundvallar stefnu sinni í samfélagsábyrgð og er jafnrétti kynjanna eitt af þeim,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu. „Við erum að setja kynjajafnrétti á dagskrá,“ segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair. „Við höfum verið að horfa til þess að fjölga konum í stjórnendastöðum í fyrirtækinu og það hefur verið hraður gangur í því síðustu ár. Fyrir rúmlega tíu árum var engin kona í framkvæmdastjórn eða stjórn fyrirtækisins. Í dag er kynjahlutfallið í stjórn félagsins 40 prósent konur og 60 prósent karlar og í framkvæmdastjórn eru þrjár konur af átta framkvæmdastjórar. Þá er kynjahlutfall meðal annarra stjórnenda en þeirra sem sitja í framkvæmdastjórn jafnt. Það hefur verið átak í því að fjölga kvenflugmönnum, það hefur hækkað úr 6,5 prósentum í 12 prósent á áratug. Hlutfall karlflugþjóna hefur einnig hækkað, var 5 prósent en er nú 9 prósent, við viljum vinna í því að hvetja karlmenn til að sækja um störf sem flugþjónar,“ nefnir hún og segir vinnu í jafnréttisáætlun ekki orðin tóm. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna.Vísir/vilhelm „Við erum vakandi fyrir öllu í starfi fyrirtækisins og að kynin hafi jöfn tækifæri. Við viljum að það sé jafnt í nefndum og verkefnavinnu þegar kemur að stórum ákvarðanatökum innan fyrirtækisins. Þá ætlum við að draga úr staðalímyndum sem eru ríkjandi um kynin í flugi,“ segir Elísabet. Hún segir mikilvægt að huga að einkennisfatnaðinum, enda klæðist stærstur hluti starfsmanna slíkum fatnaði við störf sín. „Við erum í heildarendurskoðun á einkennisfatnaði samhliða því að draga úr staðalímyndum í okkar iðnaði. Við viljum samræma reglur á milli kynja. Það hafa til dæmis verið ákveðin viðmið hvað varðar skófatnað og farða sem verður breytt í takt við nútímann. Konur eiga að hafa val um það hvort þær eru á háum hælum eða með farða. En við drögum ekki úr kröfum, starfsfólk okkar er þekkt fyrir glæsileika og þannig verður það áfram. Númer eitt, tvö og þrjú er öryggi um borð,“ leggur Elísabet áherslu á. Ásdís segir ímynd flugfélagsins fara saman við ímynd þjóðar. „Við erum íslenskt flugfélag, kennt við Ísland sem er mjög framarlega í jafnréttismálum. Við teljum eðlilegt að við getum staðið undir þeim hagsmunum sem jafnrétti er fyrir Íslendinga,“ segir hún. Á árunum 2001 til 2003 var Icelandair kært til kærunefndar jafnréttismála fyrir svokallaðar Dirty Weekend auglýsingar sem voru birtar í Bretlandi. „Fyrirtækið og stefna þess er gjörbreytt,“ segir Ásdís Ýr. „Það eru nærri 20 ár síðan þessi herferð fór af stað. Og sem betur fer erum við komin langan veg. Við sjáum í dag að önnur flugfélög í heiminum fylgja okkar fordæmi í jafnréttismálum. Við viljum verða afgerandi í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi. Og það er spurning um samkeppnishæfni og sjálfbærni fyrirtækisins,“ leggur Ásdís áherslu á. „Það er margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku. Jafnréttismál eru líka mikilvæg í hugum neytenda okkar,“ segir Elísabet. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Icelandair ætlar á næstu fimm árum að tryggja jafnt kynjahlutfall meðal stjórnenda félagsins. Hlutfall karla eða kvenna verði ekki undir 40 prósentum árið 2025. Þá ætlar fyrirtækið að fjölga stöðugildum kvenflugmanna um 25 prósent og stöðugildum karlflugþjóna um 25 prósent miðað við núverandi stöðu. Að auki ætlar fyrirtækið sér að fjölga konum í störfum flugvirkja með því að kynna flugvirkjastörf og -nám fyrir stúlkum og taka einkennisfatnað flugþjóna til endurskoðunar. „Við höfum unnið markvisst að jafnréttismálum síðustu ár og uppfært stefnu okkar þar sem samfélagsábyrgð er ríkur þáttur. Icelandair hefur ákveðið að leggja fjögur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til grundvallar stefnu sinni í samfélagsábyrgð og er jafnrétti kynjanna eitt af þeim,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og samfélagsábyrgðar hjá flugfélaginu. „Við erum að setja kynjajafnrétti á dagskrá,“ segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Icelandair. „Við höfum verið að horfa til þess að fjölga konum í stjórnendastöðum í fyrirtækinu og það hefur verið hraður gangur í því síðustu ár. Fyrir rúmlega tíu árum var engin kona í framkvæmdastjórn eða stjórn fyrirtækisins. Í dag er kynjahlutfallið í stjórn félagsins 40 prósent konur og 60 prósent karlar og í framkvæmdastjórn eru þrjár konur af átta framkvæmdastjórar. Þá er kynjahlutfall meðal annarra stjórnenda en þeirra sem sitja í framkvæmdastjórn jafnt. Það hefur verið átak í því að fjölga kvenflugmönnum, það hefur hækkað úr 6,5 prósentum í 12 prósent á áratug. Hlutfall karlflugþjóna hefur einnig hækkað, var 5 prósent en er nú 9 prósent, við viljum vinna í því að hvetja karlmenn til að sækja um störf sem flugþjónar,“ nefnir hún og segir vinnu í jafnréttisáætlun ekki orðin tóm. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna.Vísir/vilhelm „Við erum vakandi fyrir öllu í starfi fyrirtækisins og að kynin hafi jöfn tækifæri. Við viljum að það sé jafnt í nefndum og verkefnavinnu þegar kemur að stórum ákvarðanatökum innan fyrirtækisins. Þá ætlum við að draga úr staðalímyndum sem eru ríkjandi um kynin í flugi,“ segir Elísabet. Hún segir mikilvægt að huga að einkennisfatnaðinum, enda klæðist stærstur hluti starfsmanna slíkum fatnaði við störf sín. „Við erum í heildarendurskoðun á einkennisfatnaði samhliða því að draga úr staðalímyndum í okkar iðnaði. Við viljum samræma reglur á milli kynja. Það hafa til dæmis verið ákveðin viðmið hvað varðar skófatnað og farða sem verður breytt í takt við nútímann. Konur eiga að hafa val um það hvort þær eru á háum hælum eða með farða. En við drögum ekki úr kröfum, starfsfólk okkar er þekkt fyrir glæsileika og þannig verður það áfram. Númer eitt, tvö og þrjú er öryggi um borð,“ leggur Elísabet áherslu á. Ásdís segir ímynd flugfélagsins fara saman við ímynd þjóðar. „Við erum íslenskt flugfélag, kennt við Ísland sem er mjög framarlega í jafnréttismálum. Við teljum eðlilegt að við getum staðið undir þeim hagsmunum sem jafnrétti er fyrir Íslendinga,“ segir hún. Á árunum 2001 til 2003 var Icelandair kært til kærunefndar jafnréttismála fyrir svokallaðar Dirty Weekend auglýsingar sem voru birtar í Bretlandi. „Fyrirtækið og stefna þess er gjörbreytt,“ segir Ásdís Ýr. „Það eru nærri 20 ár síðan þessi herferð fór af stað. Og sem betur fer erum við komin langan veg. Við sjáum í dag að önnur flugfélög í heiminum fylgja okkar fordæmi í jafnréttismálum. Við viljum verða afgerandi í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi. Og það er spurning um samkeppnishæfni og sjálfbærni fyrirtækisins,“ leggur Ásdís áherslu á. „Það er margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku. Jafnréttismál eru líka mikilvæg í hugum neytenda okkar,“ segir Elísabet.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Jafnréttismál Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira