„Þjálfarinn kemur í viðtöl eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 9. nóvember 2019 15:00 Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Grindavík tapaði gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla á fimmtudagskvöldið. Grindavík leit vel út í fyrri hálfleik og voru yfir er liðin gengu til búningsherbergja en leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. Dominos Körfuboltakvöld gerði upp leikinn í þætti sínum í gærkvöldi og greindi hvað hafi farið úrskeiðis hjá Grindavík sem tapaði gegn Stjörnunni sem var án Hlyns Bæringssonar. „Þeir eru komnir með tvo öfluga leikmenn inn í teig sem geta valdið skaða og auðvitað eiga þeir að nýta sér þetta,“ sagði Benedikt Guðmundsson um frammistöðu Grindavíkur í fjórða leikhluta. „Það virðist ekki vera neitt skipulag innan liðsins og sýna það á vellinum. Daníel er í vandræðum með þetta lið. Hann nær ekki að setja sinn stimpil á þetta. Þeir taka tólf þrista meira en Stjarnan og þeir skjóta tíu skotum meira en Stjarnan og þeir töpuðu örugglega,“ sagði Kristinn Friðriksson. Benedikt tók svo aftur við boltanum og hélt litla eldræðu. „Við getum talað um ákveðið skotval, afhverju þeir fóru ekki inn í teig og svo fram eftir götunum en fyrir mér voru þeir að skora nóg af stigum til að vinna leikinn. Þeim er pakkað í fráköstum og það vantar besta frákastara landsins í hinu liðinu.“ „Þeir vinna ekki frákastabaráttuna þegar Stjarnan er án Hlyns. Þeir fá á sig 55 stig í síðari hálfleik. Enginn vörn, akkúrat engin. Fyrir mér svíða þeir alveg svakalega; vörn og fráköst. Ég veit ekki hvað Grindavík ætlar sér í vetur.“ „Ef þeir eru að stefna á einhverja titla eða toppbaráttu þá kláraru Stjörnuna heima án Hlyns. Þú setur bara þá kröfu á liðið þó að það sé nóvember. Ef þú ætlar að gera einhverja hluti þá er þetta leikur sem þú verður að klára.“ Daníel Guðni Guðmundsson kom í viðtal eftir leikinn og svekkti sig á frammistöðunni. Sævar Sævarsson, þriðji spekingurinn, undraði sig á viðtalinu. „Þjálfarinn kemur inn í viðtöl og talar eins og hann sé stjórnarmaður eða áhorfandi. Hann er svona svekktur yfir því að menn séu að gera hitt og þetta. Hver er það sem á að peppa þá fyrir leikinn og sjá um þessa hluti?“ sagði Sævar. Umræðuna um Grindavík má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira