Gullfiskaminni Guðmundur Brynjólfsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Það er stundum haft á orði þegar þjóð vor hefur eina ferðina enn kosið yfir sig hatara sína og kvalara að hún hafi gullfiskaminni. Hún virðist aldrei geta munað þetta á milli kjördaga: „Alhliða blekkingar Einhliða refsingar“ Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Rifjaðist upp, eru akkúrat réttu orðin því auðvitað mundi ég þetta hvorki skýrt né örugglega. Hvað var það í söngvakeppninni sem fékk mig til þess að muna þetta? Jú, þegar ég sá að forráðamenn keppninnar gerðu ráð fyrir því að þjóðin væri ekki bara með gullfiskaminni heldur algjörlega heiladauð. Mig minnir að lögin hafi verið rifjuð upp 42 sinnum svo menn gætu greitt atkvæði og rámað í hvernig flutningurinn var og svo menn mættu átta sig á því að Byggðarhornssvipurinn tilheyrir Heru en Friðrik Ómar er meira svona Fiskidagurinn mikli. Ekkert var gert í því að rifja upp andlitið á Gísla Marteini – enda óþarfi. Myndin af Dorian Gray er klassík og „Gleðin tekur enda“. Reyndar tók það þessa blessuðu keppni einhverjar 30 mínútur að byrja eftir að hún var byrjuð og maður var farinn að hafa áhyggjur af því að lögin myndu eldast illa. Svo ekki sé talað um keppendur, því „Tómið heimtir alla“. En þetta bjargaðist allt. Úrslitin voru eins og í öllum alþingiskosningum á lýðveldistímanum, hatrið sigraði. Auðvitað voru ekki allir á eitt sáttir, líkt og þegar þingkosningar eru gerðar upp. En ólíkt því sem er í uppgjöri alþingiskosninga þá geta ekki allir sagt að þeir hafi unnið í söngvakeppninni. Þar vinnur bara einn flokkur. Sem er mikil lausn fyrir minnislausa þjóð. Það er landsmönnum léttir að þurfa ekki að muna margt, þetta verður bara áfram eins: Hatrið mun sigra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það er stundum haft á orði þegar þjóð vor hefur eina ferðina enn kosið yfir sig hatara sína og kvalara að hún hafi gullfiskaminni. Hún virðist aldrei geta munað þetta á milli kjördaga: „Alhliða blekkingar Einhliða refsingar“ Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég horfði á Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið. Rifjaðist upp, eru akkúrat réttu orðin því auðvitað mundi ég þetta hvorki skýrt né örugglega. Hvað var það í söngvakeppninni sem fékk mig til þess að muna þetta? Jú, þegar ég sá að forráðamenn keppninnar gerðu ráð fyrir því að þjóðin væri ekki bara með gullfiskaminni heldur algjörlega heiladauð. Mig minnir að lögin hafi verið rifjuð upp 42 sinnum svo menn gætu greitt atkvæði og rámað í hvernig flutningurinn var og svo menn mættu átta sig á því að Byggðarhornssvipurinn tilheyrir Heru en Friðrik Ómar er meira svona Fiskidagurinn mikli. Ekkert var gert í því að rifja upp andlitið á Gísla Marteini – enda óþarfi. Myndin af Dorian Gray er klassík og „Gleðin tekur enda“. Reyndar tók það þessa blessuðu keppni einhverjar 30 mínútur að byrja eftir að hún var byrjuð og maður var farinn að hafa áhyggjur af því að lögin myndu eldast illa. Svo ekki sé talað um keppendur, því „Tómið heimtir alla“. En þetta bjargaðist allt. Úrslitin voru eins og í öllum alþingiskosningum á lýðveldistímanum, hatrið sigraði. Auðvitað voru ekki allir á eitt sáttir, líkt og þegar þingkosningar eru gerðar upp. En ólíkt því sem er í uppgjöri alþingiskosninga þá geta ekki allir sagt að þeir hafi unnið í söngvakeppninni. Þar vinnur bara einn flokkur. Sem er mikil lausn fyrir minnislausa þjóð. Það er landsmönnum léttir að þurfa ekki að muna margt, þetta verður bara áfram eins: Hatrið mun sigra!
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar