Tugprósenta hækkun á lárperum Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. ágúst 2019 12:00 Lárperan hefur notið síaukinna vinsælda á undanförnum árum. Misgáfulegir greinendur hafa jafnvel haldið því fram að avókadóát ungs fólks sé ein af ástæðum þess að það eigi í erfiðleikum á fasteignamarkaði. Getty/Westend61 Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“ Neytendur Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Sjá meira
Verðið á avókadó hefur hækkað mikið á undanförnum vikum. Greinendur nefna þrjár ástæður fyrir hækkuninni sem hefur komið við budduna á mörgum, enda eru lárperur víða tugum prósentum dýrari þetta sumarið en þær voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir þó verðlækkanir framundan. Vinsældir lárperunnnar hafa aukist hratt á undanförnum árum, áætlað er að neysla ávaxtarinnar hafi fjórfaldast í Bandaríkunum frá aldamótum og skyldi engan undra. Rannsóknir benda til að avókadó innihaldi hjartvænar fitur, geti hjálpað við þyngdarstjórnun, blóðsykurinn og lækkað kólesteról. Aðdáendur lárperunnar hafa þó fundið fyrir miklum verðhækkunum í sumar. Í upphafi júlímánaðar kostaði kíló af avókadó í heildsölu næstum 130 prósent meira en það gerði á sama tíma í fyrra, sem greinendur rekja til þriggja þátta: síaukinnar eftirspurnar á Vesturlöndum, lélegrar uppskeru í Kaliforníuríki og árstíðarbundinnar sveiflu í lárperuframleiðslunni í Mexíkó, sem er langsamlega stærsti útflytjandi lárpera á heimsvísu.Gréta María Gretarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.Lækkanir í kortunum Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir íslenska verslun ekki hafa farið varhluta af þessum verðhækkunum í sumar. Þannig hafi lárperur í lausasölu kostað um 70-80 prósent meira í síðustu viku en þær gerðu í fyrra. Það sé þó lækkun í kortunum. „Við höfum svo sannarlega fundið fyrir hækkunum,“ segir Gréta. „Aftur á móti er þetta mjög sveiflukennt og verðið er strax farið að lækka aftur. Við erum að sjá, svona seinni hlutann í ágúst, að verðið á lárperum verði búið að lækka enn meira.“ Hún segir að verðhækkanirnar hafi ekki dreifst jafnt yfir allar gerði lárpera. Mestu hækkanirnar hafi verið á lárperum í lausasölu sem fyrr segir en litlar sem engar hækkanir hafi orðið á minni avókadó sem seld eru í pokum. Aðspurð um hvaða ástæður verslunin hafi fengið á þessum verðhækkunum segir Gréta: „Þetta snýst auðvitað allt um það hvernig uppskeran er, sérstaklega í ávöxtum og grænmeti, og svo auðvitað eftirspurnin. Þegar það er meiri eftirspurn en venjulega, ofan í uppskerubrest eins og gerðist nú, þá sér maður bara verðið á þessum vörum hækka.“
Neytendur Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Vextir lækka hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Sjá meira