Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 12:16 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson Neytendasamtökin segja að stjórnvöld verði að tryggja að nú þegar fari fram endurútreikningur á öllum smálánum af hálfu hlutlausra aðila sem allra fyrst. Þau hvetja bæði stjórnvöld og fyrirtæki til að bregðast skjótt við svo réttindi lántaka verði tryggð.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að forstjóri Kredia Group héti því að dagar smálána á allt að 3.000 prósenta vöxtum séu liðnir. Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. „Fjölmargir hafa þegar gert upp ólögleg smálán og eiga því inni kröfu á bæði Kredia Group og Almenna innheimtu ehf. Bæði þessi fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að endurgreiða oftekna vexti og biðja viðskiptavini sína afsökunar á að hafa stundað ólöglega lána- og innheimtustarfsemi um árabil.“ Neytendasamtökin, sem hafa ítrekað gagnrýnt að Creditinfo hafi sett fólk á vanskilaskrá vegna vanskila á ólöglegum lánum, hvetja Creditinfo til að bregðast skjótt við og afskrá fólk sem hefur verið á vanskilaskrá vegna smálána. „Lántakendur eiga ekki sjálfir að þurfa að senda andmæli til Creditinfo og Almennrar innheimtu ehf. þar sem fyrir liggur að vanskilaskráningin var ekki á rökum reist“. Neytendasamtökin segja að borið hafi á því smálánafyrirtækið hafi skuldfært af kortum og bankareikningum lántakenda á grunni „mjög óljósrar skuldfærsluheimildar“. Samtökin segjast líta það mjög alvarlegum augum að ólöglegar kröfur séu innheimtar með þessum hætti án þess að heimild sé til staðar. „Bankar og kortafyrirtæki eru hvött til að aðstoða sína viðskiptavini og tryggja endurgreiðslu ólöglegra úttekta hið snarasta, enda telja Neytendasamtökin að fjármálafyrirtækin séu ábyrg gagnvart sínum viðskiptavinum.“ Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00 Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu 21. maí 2019 06:00 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Neytendasamtökin segja að stjórnvöld verði að tryggja að nú þegar fari fram endurútreikningur á öllum smálánum af hálfu hlutlausra aðila sem allra fyrst. Þau hvetja bæði stjórnvöld og fyrirtæki til að bregðast skjótt við svo réttindi lántaka verði tryggð.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að forstjóri Kredia Group héti því að dagar smálána á allt að 3.000 prósenta vöxtum séu liðnir. Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. „Fjölmargir hafa þegar gert upp ólögleg smálán og eiga því inni kröfu á bæði Kredia Group og Almenna innheimtu ehf. Bæði þessi fyrirtæki ættu að sjá sóma sinn í því að endurgreiða oftekna vexti og biðja viðskiptavini sína afsökunar á að hafa stundað ólöglega lána- og innheimtustarfsemi um árabil.“ Neytendasamtökin, sem hafa ítrekað gagnrýnt að Creditinfo hafi sett fólk á vanskilaskrá vegna vanskila á ólöglegum lánum, hvetja Creditinfo til að bregðast skjótt við og afskrá fólk sem hefur verið á vanskilaskrá vegna smálána. „Lántakendur eiga ekki sjálfir að þurfa að senda andmæli til Creditinfo og Almennrar innheimtu ehf. þar sem fyrir liggur að vanskilaskráningin var ekki á rökum reist“. Neytendasamtökin segja að borið hafi á því smálánafyrirtækið hafi skuldfært af kortum og bankareikningum lántakenda á grunni „mjög óljósrar skuldfærsluheimildar“. Samtökin segjast líta það mjög alvarlegum augum að ólöglegar kröfur séu innheimtar með þessum hætti án þess að heimild sé til staðar. „Bankar og kortafyrirtæki eru hvött til að aðstoða sína viðskiptavini og tryggja endurgreiðslu ólöglegra úttekta hið snarasta, enda telja Neytendasamtökin að fjármálafyrirtækin séu ábyrg gagnvart sínum viðskiptavinum.“
Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00 Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07 Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00 Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30 Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu 21. maí 2019 06:00 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00
Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00
Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07
Smálán heyra nú sögunni til Forstjóri Kredia Group, sem á smálánafyrirtækin 1909, Múla og fleiri, segist bera virðingu fyrir íslenskum lögum. Aðeins verði lánað fyrir hæstu löglegu vexti. Innheimtu lána á hærri vöxtum hafi verið hætt. 26. júlí 2019 06:00
Fundir með Umboðsmanni skuldara skiptu miklu máli Forstjóri Kredia Group hefur fundað margsinnis með Umboðsmanni skuldara. Í fyrra var meira en helmingur þeirra, sem óskuðu eftir aðstoð, með smálán. 26. júlí 2019 07:30