Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 11:00 Sverrir Einar Eiríksson rak starfsmannaleiguna Proventus á árunum fyrir hrun. Vísir Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir. Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. Fordæmalausar efnahagslegar og pólitískar aðstæður hafi riðið Proventus að fullu. Hann kveðst þó vera stoltur af þeirri uppbyggingu sem fyrirtækið stóð að og hvernig var komið fram við starfsfólk þess. Vísir greindi frá því á þriðjudag að ekkert hafi fengist upp í lýstar kröfur í þrotabú Proventus, sem námu alls um 114 milljónum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í júní árið 2009, eftir töluverðan uppgang á árunum fyrir hrun. Óhagstæð gengisþróun og samdráttur í byggingageiranum felldu þó fyrirtækið. Sverrir Einar Eiríksson, stofnandi og eigandi Proventus, segir í yfirlýsingu sinni til fréttastofu að það sé rétt sem fram kom í fréttinni að miklir erfiðleikar hafi komið upp í rekstri félagsins eftir fall bankakerfisins. „Starfseminni var í raun sjálfhætt eftir 6. október 2008, en þá höfðu tæplega 100 einstaklingar verið í vinnu hjá okkur í byrjun mánaðarins en voru aðeins fjórir mánaðamótin á eftir,“ segir Sverrir.Sjá einnig: 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu SverrisMánuðina á undan hafi fyrirtækinu reynst erfitt að innheimta útistandandi skuldir, „en eftir hrundag kom vart króna inn á reikninginn,“ segir Sverrir. „Eigi að síður náðum við að borga öllum starfsmönnum okkar laun og tryggja að þeir kæmust áfallalaust heim til fjölskyldna sinna.“ Sverrir segir þetta í takti við stefnu fyrirtækisins, sem ávallt hafi lagt upp úr því gera vel við þá 300 starfsmenn sem komu hingað til lands á vegum Proventus að vinna. Það hafi þeir gert við góðan aðbúnað þar sem farið var að öllu eftir kjarasamningum og reglum um starfsmannaleigur að sögn Sverris. „Það var í anda áherslna okkar um að tryggja velferð allra þótt reglum samkvæmt hefðum við átt að greiða skuldir fyrst, eins og við lífeyrissjóði, og láta starfsmennina bíða eftir greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa. Það skýrir að stærstum hluta upphæð krafna sem gerðar voru á hendur félaginu,“ útskýrir Sverrir en kröfurnar hljóðuðu upp á rúmlega 114 milljónum króna sem fyrr segir. Rétt er að taka fram að fyrirtækið Valbjörg ehf. rekur í dag starfsmannaleigu að nafni Proventus. Hún er þó ekki tengd starfsmannaleigu Sverris, sem tekin var til gjaldþrotaskipta um mitt árið 2009 sem fyrr segir.
Gjaldþrot Tengdar fréttir 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Sjá meira
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30