Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 10:07 Isavia var ósátt við fullyrðingar Base Capital um bílastæðaverð við Leifsstöð. Fréttablaðið/Andri Marinó. Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent