Bílastæðaþjónusta sektuð eftir kvartanir Isavia Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. janúar 2019 10:07 Isavia var ósátt við fullyrðingar Base Capital um bílastæðaverð við Leifsstöð. Fréttablaðið/Andri Marinó. Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt 250 þúsund króna stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna markaðssetningar fyrirtækisins við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Isavia kvartaði undan auglýsingum fyrirtækisins þar sem fullyrt var að Base Capital byði upp á ódýrustu bílastæðin við Leifsstöð, sem nú hafa verið bannaðar. Í bréfi sínu til Neytendastofu segjast fulltrúar Isavia hafa rekist á umræddar auglýsingar síðasta sumar. Í þeim var fullyrt að Base Capital byði upp á „ódýrasta daggjaldið“ auk þess sem fullyrt væri að fyrirtækið byði upp á „58% ódýrara daggjald.“ Undir þessar fullyrðingar gat Isavia ekki tekið. „Þvert á móti sé lagning bíla, allt upp að fjórum dögum, ódýrari á bílastæði Isavia en á bílastæði Base Capital en þrír dagar á bílastæði Isavia kosti 5.250 kr. á meðan þjónusta Base Capital fyrir sama dagafjölda kosti 6.500 kr. Miðist útreikningarnir við dýrasta verð Isavia,“ segir í úrskurði Neyendastofu. Isavia hafi því talið að markaðssetning Base Capital gerði það að verkum að „neytendur taki ákvörðun um að eiga viðskipti á grundvelli rangra og villandi upplýsinga,“ auk þess sem auglýsingin sé „mjög óeðlileg og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum.“ Isavia fór þess á leit við Base Capital að látið yrði af þessari markaðssetningu. Á það féllst Base Capital þó ekki og hafnaði því að fyrrgreind fullyrðing fæli í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.Áður kvartað Neytendastofa segist hafa sent Base Capital tvö erindi meðan stofnunin vann úr kvörtun Isavia. Engin svör hafi hins vegar borist frá fyrirtækinu. Í ljósi þess að Base Capital hefur áður verið meinað að birta sambærilegar auglýsingar, í mars á síðasta ári þegar fyrirtækið bar nafnið No Capital, en ekki breytt markaðsefni sínu í samræmi við fyrirmæli Neytendastofu hafi stofnunin því ákveðið að leggja fyrrnefnda sekt á Base Capital. Fyrirtækinu hefur einnig verið bannað að birta auglýsingar sem þessar og þarf þar að auki að gera breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu sinni. Þá komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fullyrðing fyrirtækisins um fría „valet“ þjónustu í verðskrá á vefsíðu Base Parking „væri villandi og bryti gegn lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og reglugerð um viðskiptahætti sem teljast undir öllum kringumstæðum óréttmætir.“Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Neytendur Samgöngur Stjórnsýsla Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent