Samsung þjarmar að iFixit vegna Galaxy Fold Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 09:00 Fallegur en brothættur Samsung Galaxy Fold. Nordicphotos/AFP Suðurkóreski tæknirisinn Samsung skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu iFixit að fjarlægja myndband af YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti Samsung Galaxy Fold, hinn væntanlega samanbrjótanlega snjallsíma Samsung, tekinn í sundur. „Við fengum Galaxy Fold í gegnum samstarfsaðila. Samsung fór fram á það við samstarfsaðilann að iFixit fjarlægði myndbandið. Við erum ekki skyldug til þess að gera það en í virðingarskyni höfum við ákveðið að fjarlægja myndbandið þar til við getum keypt Galaxy Fold er hann fer í almenna sölu,“ sagði í tilkynningu iFixit. Samsung svaraði ekki fyrirspurn tæknimiðilsins The Verge um málið. Það liggur hins vegar fyrir að Samsung hefur átt í nokkru basli með þennan síma að undanförnu. Fyrr í vikunni var greint frá því að Samsung hefði innkallað alla Galaxy Fold frá gagnrýnendum og tæknibloggurum til þess að skoða frekar alvarlegan galla. Gagnrýnendur og bloggarar höfðu margir hverjir lent í því að innri skjár símans skemmdist við minnsta eða jafnvel ekkert sjáanlegt áreiti. Þá hefur Samsung einnig frestað því að síminn verði settur í sölu vegna vandans. Talið er að gallann megi rekja til núnings sem myndast við hjarir símans. Birtist í Fréttablaðinu Samsung Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Suðurkóreski tæknirisinn Samsung skipaði tækniviðgerðafyrirtækinu iFixit að fjarlægja myndband af YouTube-rás sinni þar sem sjá mátti Samsung Galaxy Fold, hinn væntanlega samanbrjótanlega snjallsíma Samsung, tekinn í sundur. „Við fengum Galaxy Fold í gegnum samstarfsaðila. Samsung fór fram á það við samstarfsaðilann að iFixit fjarlægði myndbandið. Við erum ekki skyldug til þess að gera það en í virðingarskyni höfum við ákveðið að fjarlægja myndbandið þar til við getum keypt Galaxy Fold er hann fer í almenna sölu,“ sagði í tilkynningu iFixit. Samsung svaraði ekki fyrirspurn tæknimiðilsins The Verge um málið. Það liggur hins vegar fyrir að Samsung hefur átt í nokkru basli með þennan síma að undanförnu. Fyrr í vikunni var greint frá því að Samsung hefði innkallað alla Galaxy Fold frá gagnrýnendum og tæknibloggurum til þess að skoða frekar alvarlegan galla. Gagnrýnendur og bloggarar höfðu margir hverjir lent í því að innri skjár símans skemmdist við minnsta eða jafnvel ekkert sjáanlegt áreiti. Þá hefur Samsung einnig frestað því að síminn verði settur í sölu vegna vandans. Talið er að gallann megi rekja til núnings sem myndast við hjarir símans.
Birtist í Fréttablaðinu Samsung Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent