Fjárfestingafélagið Brimgarðar tapaði um 1,8 milljörðum króna Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. október 2019 07:30 Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Brimgarða Fjárfestingafélagið Brimgarðar tapaði 1,8 milljörðum króna árið 2018 fyrir tekjuskatt. Árið áður nam tap félagsins um hálfum milljarði króna fyrir tekjuskatt. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna. Þau eiga jafnframt matvælafyrirtækin Mötu, Matfugl og Síld og fisk. Félagið tapaði 1,6 milljörðum króna á fjárfestingum á hlutabréfamarkaði á árinu 2018, samkvæmt ársreikningi Brimgarða. Bókfært virði skráðra hlutabréfa þess nam 5,4 milljörðum króna við árslok, þar af átti það í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – fyrir 4,5 milljarða króna. Rekja má 838 milljóna króna tap til framvirkra samninga um kaup á hlutabréfum. Árið áður nam það tap 200 milljónum króna. Brimgarðar áttu hlutabréf fyrir 4,5 milljarða króna í framvirkum samningum árið 2018 en skulduðu 5,3 milljarða króna vegna samninganna. Árið áður nam sú eign 2,7 milljörðum króna en skuldin 2,9 milljörðum króna. Eignir Brimgarða námu 9,9 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 14 prósent við árslok 2018. Félagið á fjölda fasteigna sem metnar eru á 2,2 milljarða króna. Fasteignamat eignanna var hins vegar mun hærra eða tæpir fimm milljarðar króna og vátryggingaverð þeirra var átta milljarðar króna. Miðað við það er eiginfjárstaða Brimgarða í raun betri en fram kemur í ársreikningi. Á meðal fasteigna Brimgarða er Grandagarður 8, sem hýsir meðal annars leikjafyrirtækið CCP, en fasteignamat þess er 1,6 milljarðar króna, og Völuteigur 2 sem hýsir Matfugl. Fasteignamat þess var 940 milljónir króna en bókfært mat 80 milljónir króna. Brimgarðar eiga í fleiri fasteignafélögum: Heimavöllum, Almenna leigufélaginu, Gamma 201 fasteignasjóði og 105 Miðborg sem vinnur að uppbyggingu við Kirkjusand. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Fjárfestingafélagið Brimgarðar tapaði 1,8 milljörðum króna árið 2018 fyrir tekjuskatt. Árið áður nam tap félagsins um hálfum milljarði króna fyrir tekjuskatt. Brimgarðar eru í eigu systkinanna Eggerts Árna, Guðnýjar Eddu, Gunnars Þórs og Halldórs Páls Gíslabarna. Þau eiga jafnframt matvælafyrirtækin Mötu, Matfugl og Síld og fisk. Félagið tapaði 1,6 milljörðum króna á fjárfestingum á hlutabréfamarkaði á árinu 2018, samkvæmt ársreikningi Brimgarða. Bókfært virði skráðra hlutabréfa þess nam 5,4 milljörðum króna við árslok, þar af átti það í fasteignafélögunum þremur – Eik, Regin og Reitum – fyrir 4,5 milljarða króna. Rekja má 838 milljóna króna tap til framvirkra samninga um kaup á hlutabréfum. Árið áður nam það tap 200 milljónum króna. Brimgarðar áttu hlutabréf fyrir 4,5 milljarða króna í framvirkum samningum árið 2018 en skulduðu 5,3 milljarða króna vegna samninganna. Árið áður nam sú eign 2,7 milljörðum króna en skuldin 2,9 milljörðum króna. Eignir Brimgarða námu 9,9 milljörðum króna og eiginfjárhlutfallið var 14 prósent við árslok 2018. Félagið á fjölda fasteigna sem metnar eru á 2,2 milljarða króna. Fasteignamat eignanna var hins vegar mun hærra eða tæpir fimm milljarðar króna og vátryggingaverð þeirra var átta milljarðar króna. Miðað við það er eiginfjárstaða Brimgarða í raun betri en fram kemur í ársreikningi. Á meðal fasteigna Brimgarða er Grandagarður 8, sem hýsir meðal annars leikjafyrirtækið CCP, en fasteignamat þess er 1,6 milljarðar króna, og Völuteigur 2 sem hýsir Matfugl. Fasteignamat þess var 940 milljónir króna en bókfært mat 80 milljónir króna. Brimgarðar eiga í fleiri fasteignafélögum: Heimavöllum, Almenna leigufélaginu, Gamma 201 fasteignasjóði og 105 Miðborg sem vinnur að uppbyggingu við Kirkjusand.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira