Viðskipti innlent

Ráða starfsfólk vegna fjölgunar gesta frá Kína

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu.
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu. Fréttablaðið/Vilhelm
Vegna vaxandi áhuga og fjölgunar kínverskra ferðamanna á Íslandi hefur Bláa lónið haft það að markmiði að reyna að vera með einn kínverskumælandi starfsmann á hverri vakt. Fyrirtækið auglýsti nýverið eftir kínverskumælandi starfsmanni í verslun fyrirtækisins í Grindavík og segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, að það sé ekki nýtt af nálinni.

„Kínverskum ferðamönnum hefur fjölgað mikið og þegar litið er til komu ferðamanna til landsins er það hópurinn sem ein mesta fjölgunin er enn hjá. Við höfum viljað koma sem allra mest og best til móts við okkar gesti og það eru ekki margir í þessum hópi gesta sem tala ensku,“ segir Helga.

Bláa lónið er eitt af flaggskipum ferðaþjónustunnar, nánast verið skyldustopp sívaxandi hóps ferðamanna á undanförnum árum og nam hagnaður félagsins í fyrra tæpum fjórum milljörðum. Ferðamenn greiddu í fyrra 8,6 milljarða króna í aðgangseyri að lóninu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×