Kawhi Leonard getur yfirgefið Clippers eftir aðeins tvö ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2019 21:30 Kawhi Leonard. Getty/Vaughn Ridley Kawhi Leonard gerði „bara“ þriggja ára samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur nú skrifað undir hjá nýja félaginu sínu. Kawhi Leonard gerði þó ekki fjögurra ára samning eins og flestir voru að velta fyrir sér og þá ræður hann sjálfur hvort hann taki þriðja og síðasta árið í samningnum. Þetta þýðir að Kawhi Leonard getur aftur verið laus allra mála sumarið 2021 gangi dæmið ekki upp með liði Los Angeles Clippers. Leonard valdi Los Angeles Clippers eftir að félagið fékk til sín góðvin hans Paul George. Paul George var nýbúinn að skrifa undir samning við Oklahoma City Thunder sem náði til ársins 2022. Paul George getur samt eins og Leonard losnað undan síðasta ári sínu í samningnum. Kawhi Leonard og Paul George gætu því báðir verið með lausa samninga sumarið 2021.Kawhi Leonard has signed his Los Angeles Clippers contract — a three-year, $103M maximum contract with a player option in the third season, league sources tell @TheAthleticNBA@Stadium. — Shams Charania (@ShamsCharania) July 10, 2019Kawhi Leonard fær 103 milljónir dollara fyrir þennan þriggja ára samning eða sem jafngildir 13 milljörðum íslenskra króna. Los Angeles Clippers hafði betur í baráttunni við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors um undirskrift Kawhi Leonard. Kawhi Leonard er 28 ára gamall og hefur bæði orðið NBA-meistari með San Antonio Spurs og Toronto Raptors. Í bæði skiptin var hann líka kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard er frábær leikmaður á báðum endum vallarins en hann var með 30,5 stig, 9,1 frákast og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni með Toronto Raptors. Leonard hefur skorað fleiri stig að meðaltali á ferlinum í úrslitakeppninni (19,6) heldur en í deildarkeppninni (17,7). Hann var tvisvar kosinn varnarmaður ársins (2015 og 2016).Sets Kawhi up to get the coveted 10+ year max in 2021, worth 35% of the cap or an estimated 4-yr/$196M deal. Kyrie Irving and Jimmy Butler both passed up that chance, instead signing for 4 years. If Kawhi stayed with TOR on 2+1, he could have gotten 5-yr/$250M. https://t.co/IDUmDj8mIr — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) July 10, 2019 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Kawhi Leonard gerði „bara“ þriggja ára samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta en hann hefur nú skrifað undir hjá nýja félaginu sínu. Kawhi Leonard gerði þó ekki fjögurra ára samning eins og flestir voru að velta fyrir sér og þá ræður hann sjálfur hvort hann taki þriðja og síðasta árið í samningnum. Þetta þýðir að Kawhi Leonard getur aftur verið laus allra mála sumarið 2021 gangi dæmið ekki upp með liði Los Angeles Clippers. Leonard valdi Los Angeles Clippers eftir að félagið fékk til sín góðvin hans Paul George. Paul George var nýbúinn að skrifa undir samning við Oklahoma City Thunder sem náði til ársins 2022. Paul George getur samt eins og Leonard losnað undan síðasta ári sínu í samningnum. Kawhi Leonard og Paul George gætu því báðir verið með lausa samninga sumarið 2021.Kawhi Leonard has signed his Los Angeles Clippers contract — a three-year, $103M maximum contract with a player option in the third season, league sources tell @TheAthleticNBA@Stadium. — Shams Charania (@ShamsCharania) July 10, 2019Kawhi Leonard fær 103 milljónir dollara fyrir þennan þriggja ára samning eða sem jafngildir 13 milljörðum íslenskra króna. Los Angeles Clippers hafði betur í baráttunni við Los Angeles Lakers og Toronto Raptors um undirskrift Kawhi Leonard. Kawhi Leonard er 28 ára gamall og hefur bæði orðið NBA-meistari með San Antonio Spurs og Toronto Raptors. Í bæði skiptin var hann líka kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Kawhi Leonard er frábær leikmaður á báðum endum vallarins en hann var með 30,5 stig, 9,1 frákast og 3,9 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni með Toronto Raptors. Leonard hefur skorað fleiri stig að meðaltali á ferlinum í úrslitakeppninni (19,6) heldur en í deildarkeppninni (17,7). Hann var tvisvar kosinn varnarmaður ársins (2015 og 2016).Sets Kawhi up to get the coveted 10+ year max in 2021, worth 35% of the cap or an estimated 4-yr/$196M deal. Kyrie Irving and Jimmy Butler both passed up that chance, instead signing for 4 years. If Kawhi stayed with TOR on 2+1, he could have gotten 5-yr/$250M. https://t.co/IDUmDj8mIr — Tom Haberstroh (@tomhaberstroh) July 10, 2019
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira