Pabbi Steph Curry vildi ekki að hann færi til Golden State á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 22:30 Feðgarnir Stephen Curry og Dell Curry. GettyKevin C. Cox Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019 NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019
NBA Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum