Pabbi Steph Curry vildi ekki að hann færi til Golden State á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 22:30 Feðgarnir Stephen Curry og Dell Curry. GettyKevin C. Cox Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019 NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019
NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira