Bíllausir fá ódýrari klippingu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. september 2019 15:30 Eyrún Guðmundsdóttir eigandi hárgreiðslustofunnar Skuggafall. Vísir/Vilhelm „Mig langaði að umbuna fólki fyrir að taka strætó, hjóla eða labba í stað þess að keyra til okkar,“ segir Eyrún Guðmundsdóttir eigandi Skuggafall hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Tilkynnt var á samfélagsmiðlum stofunnar í gær að hér eftir fá viðskiptavinir afslátt á mánudögum ef þeir nota vistvænan ferðamáta þegar þeir koma í klippingu. Á svokölluðum „grænum mánudögum“ er 20 prósent afsláttur af klippingu fyrir þá sem ganga, hjóla eða ferðast með strætisvagni. „Við höfum prófað þetta áður og viðbrögðin voru svo góð að við ákváðum að gera þetta varanlegt,“ útskýrir Eyrún. Hárgreiðslustofan var opnuð í júlí á þessu ári og var það alltaf markmið Eyrúnar að reyna að gera það með umhverfisvænum hætti. „Við keyptum húsgögn sem eru gerð úr endurunnum efnum. Við notum líka hárvörur frá Davines sem eru einstaklega umhverfisvænar.“Viðskiptavinir mæta með tóma brúsa Eyrún segir að viðskiptavinir geti fengið pappírspoka undir vörurnar sem þeir kaupa, en prentar ekki út kvittanir nema að fólk óski sérstaklega eftir því. Svo reynir hún að hvetja fólk til þess að fylla á hárvörurnar sínar í stað þess að kaupa alltaf nýjar umbúðir í hvert skipti sem þær klárast.Eyrún er ánægð með viðbrögðin og vonar að í framtíðinni komi enginn akandi til þeirra í klippingu á mánudögum. Vísir/Vilhelm„Við bjóðum viðskiptavinum upp á að taka með sér sitt eigið ílát og kaupa þannig sjampó og aðrar hárvörur umbúðalaust,“ segir Eyrún. Að hennar mati ættu enn fleiri fyrirtæki að taka þetta skref. „Við erum langt á eftir. Í öðrum löndum hefur svo lengi verið hægt að koma með eigið ílát til þess að kaupa hveiti, sykur, kjöt og fleira í verslunum.“ Það var auðvelt fyrir Eyrúnu að finna húsgögn og vörur í takt við þá umhverfisvænu stefnu sem hún hafði sett sér og fyrirtækinu. Það er þó ýmislegt sem þyrfti að bæta. „Mér finnst að það mætti vera auðveldara fyrir lítil fyrirtæki að flokka sorpið ítarlega. Ég flokka allt sér, meira að segja hárið.“ Eyrún hvetur aðrar hárgreiðslustofur til að bjóða upp á svona umhverfisafslátt en segist alls ekki vera að setja út á að aðrir geri of lítið. Það sé ekki rétta lausnin að predika yfir öðrum heldur sé betra að hvetja aðra áfram með því að taka sjálfur umhverfisvæn skref í rétta átt. „Viðskiptavinir hafa tekið ótrúlega vel í þetta hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt.“ Hafnarfjörður Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47 Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00 Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
„Mig langaði að umbuna fólki fyrir að taka strætó, hjóla eða labba í stað þess að keyra til okkar,“ segir Eyrún Guðmundsdóttir eigandi Skuggafall hárgreiðslustofu í Hafnarfirði. Tilkynnt var á samfélagsmiðlum stofunnar í gær að hér eftir fá viðskiptavinir afslátt á mánudögum ef þeir nota vistvænan ferðamáta þegar þeir koma í klippingu. Á svokölluðum „grænum mánudögum“ er 20 prósent afsláttur af klippingu fyrir þá sem ganga, hjóla eða ferðast með strætisvagni. „Við höfum prófað þetta áður og viðbrögðin voru svo góð að við ákváðum að gera þetta varanlegt,“ útskýrir Eyrún. Hárgreiðslustofan var opnuð í júlí á þessu ári og var það alltaf markmið Eyrúnar að reyna að gera það með umhverfisvænum hætti. „Við keyptum húsgögn sem eru gerð úr endurunnum efnum. Við notum líka hárvörur frá Davines sem eru einstaklega umhverfisvænar.“Viðskiptavinir mæta með tóma brúsa Eyrún segir að viðskiptavinir geti fengið pappírspoka undir vörurnar sem þeir kaupa, en prentar ekki út kvittanir nema að fólk óski sérstaklega eftir því. Svo reynir hún að hvetja fólk til þess að fylla á hárvörurnar sínar í stað þess að kaupa alltaf nýjar umbúðir í hvert skipti sem þær klárast.Eyrún er ánægð með viðbrögðin og vonar að í framtíðinni komi enginn akandi til þeirra í klippingu á mánudögum. Vísir/Vilhelm„Við bjóðum viðskiptavinum upp á að taka með sér sitt eigið ílát og kaupa þannig sjampó og aðrar hárvörur umbúðalaust,“ segir Eyrún. Að hennar mati ættu enn fleiri fyrirtæki að taka þetta skref. „Við erum langt á eftir. Í öðrum löndum hefur svo lengi verið hægt að koma með eigið ílát til þess að kaupa hveiti, sykur, kjöt og fleira í verslunum.“ Það var auðvelt fyrir Eyrúnu að finna húsgögn og vörur í takt við þá umhverfisvænu stefnu sem hún hafði sett sér og fyrirtækinu. Það er þó ýmislegt sem þyrfti að bæta. „Mér finnst að það mætti vera auðveldara fyrir lítil fyrirtæki að flokka sorpið ítarlega. Ég flokka allt sér, meira að segja hárið.“ Eyrún hvetur aðrar hárgreiðslustofur til að bjóða upp á svona umhverfisafslátt en segist alls ekki vera að setja út á að aðrir geri of lítið. Það sé ekki rétta lausnin að predika yfir öðrum heldur sé betra að hvetja aðra áfram með því að taka sjálfur umhverfisvæn skref í rétta átt. „Viðskiptavinir hafa tekið ótrúlega vel í þetta hjá okkur. Margt smátt gerir eitt stórt.“
Hafnarfjörður Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47 Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00 Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Bannað að gefa burðarpoka frá og með 1. september Samtök verslunar og þjónustu minna á að frá og með 1. september er verslunum óheimilt að afhenda viðskiptavinum burðarpoka án endurgjalds. 29. ágúst 2019 10:47
Fer með fjölnota ílát í bakaríið og í bíó Plastlaus september árvekniátak hefst á morgun. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og leita leiða til að minnka plastnotkun. 31. ágúst 2019 11:00
Fyrsti áfangi plastpokabanns tekur gildi í dag Breytingin kemur til vegna löggjafar sem samþykkt var á Alþingi í maí síðastliðnum. 1. september 2019 15:44