Grundvallarmunur á ostunum þó að þeir kunni að virðast sá sami undir fimm vörumerkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:46 Ostarnir sem um ræðir eru allir framleiddir hjá Mjólkursamsölunni. Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“ Neytendur Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira
Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“
Neytendur Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Sjá meira