Allt í járnum í Austrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:30 Kyle Lowry var einbeittur og afskastamikill í leiknum í nótt. Getty/Frank Gunn Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019 NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Toronto Raptors jafnaði metin á móti Milwaukee Bucks í nótt með sannfærandi heimssigri og staðan er því 2-2 þegar liðin fara aftur yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á meðan bíður Golden State Warriors heima í rólegheitum og safnar kröftum fyrir lokaúrslitin sem hefjast eftir átta daga. Toronto Raptors rétt marði leik þrjú eftir tvær framlengingar en þennan leik vann liðið örugglega 120-102. Toronto liðið var tíu stigum yfir í hálfleik, 65-55.@Klow7 helps the @Raptors tie the series 2-2 with 25 PTS, 6 AST, 5 REB in Game 4! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wA7G09RR8w — NBA (@NBA) May 22, 2019Kyle Lowry, leikstjórnandi Toronto Raptors liðsins, var maður leiksins en hann skoraði 25 stig. Kawhi Leonard var þreytulegur eftir tvíframlengda leikinn tveimur dögum fyrr en endaði með 19 stig. „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem ég vissi að Kawhi væri aðeins takmarkaður og ég varð að stíga fram og vera áræðinn fyrir hann,“ sagði Kyle Lowry eftir leikinn. Hann skoraði 12 af fyrstu 17 stigum Toronto í leiknum.the BEST of the @Raptors (2-2) 32 team assists in the Game 4 home victory! #WeTheNorth#NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/SK3azx2F16 — NBA (@NBA) May 22, 2019Kawhi Leonard spilaði í 52 mínútur aðeins tveimur sólarhringum fyrr. „Mér líður vel. Ég ætla að halda áfram og halda áfram að berjast. Við eigum möguleika á að skrifa söguna saman,“ sagði Kawhi Leonard eftir leikinn. Kawhi Leonard hitti úr 6 af 13 skotum, tók 7 fráköst og stal 4 boltum. Spænski miðherjinn Marc Gasol er líka allur að koma til en hann var með 17 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar í nótt. Toronto fékk líka frábært framlag frá bekknum sínum því Serge Ibaka var með 17 stig og 13 fráköst, Norm Powell skoraði 18 stig og Fred VanVleet var með 13 stig. Í fyrri hálfleik fékk Raptors liðið 28 stig frá bekknum sínum en Bucks liðið aðeins 6 stig.#WeTheNorth@sergeibaka (17 PTS, 13 REB), @npowell2404 (18 PTS, 4 3PM) , & @FredVanVleet (13 PTS, 6 AST) come up big off the @Raptors bench in the Game 4 W! #NBAPlayoffs Game 5: Thursday (5/23), 8:30pm/et, TNT pic.twitter.com/wFt74lrF0u — NBA (@NBA) May 22, 2019Giannis Antetokounmpo skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Milwaukee Bucks og Khris Middleton var með 30 stig. Liðið vann sex leiki í röð í úrslitakeppninni en hefur nú tapað tveimur leikjum í röð. „Þetta er líklega í fyrsta sinn í úrslitakeppninni þar sem vörnin okkar var hvergi nærri því þar sem hún þarf að vera. Við fengum högg í kvöld. Þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee Bucks. „Við verðum að verjast betur. Allir í þeirra liði fannst mér fá að gera það sem þeir vildu. Þetta var allt of auðvelt fyrir þá,“ sagði Khris Middleton.Kawhi Leonard and the @Raptors head back to Milwaukee with the Eastern Conference Finals tied 2-2! #PhantomCam#WeTheNorth#NBAPlayoffspic.twitter.com/0Qw7XRzYRU — NBA (@NBA) May 22, 2019
NBA Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira