Seðlabankinn vilji að fjármagn fari úr landi „án mikilla átaka“ Jón Bjarki Bentsson skrifar 16. janúar 2019 00:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Nærtækasta skýringin á tíðum inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur er sú að bankinn hafi nokkuð skýrar upplýsingar um afmarkað fjármagnsflæði – flæði sem er tiltölulega vel skilgreint í fjárhæðum og tímasetningu – sem hann vilji að fari án mikilla átaka af markaðinum. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Ef bankinn ætlaði sér að standa gegn undirliggjandi þrýstingi á krónuna, það er einhverju flæði sem væri eðlilegt út frá grunnstærðum hagkerfisins, þá væri það til lítils og í raun ekki nema skammgóður vermir,“ nefnir hann.Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar LandsbankansDaníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir Seðlabankann ekki hafa útskýrt nægilega vel breytta stefnu sína þegar komi að inngripum á gjaldeyrismarkaði. Margir klóri sér í höfðinu yfir síðustu inngripum bankans. „Bankinn vill væntanlega ekki vera fyrirsjáanlegur en það felst einnig í því ókostur að vera ófyrirsjáanlegur. Það getur haft það í för með sér að inngripin verða ómarkviss,“ nefnir Daníel. Eins og fjallað er um hér til hliðar hefur Seðlabankinn undanfarið gripið ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, meðal annars til þess að koma til móts við útflæði gjaldeyris af hálfu erlendra fjárfestingarsjóða. Jón Bjarki segir inngripin fela í sér talsverða stefnubreytingu frá því í haust. Gengishreyfing innan dags hafi verið mun hóflegri þegar bankinn hafi beitt inngripum nú en þá. „Seðlabankinn lýsti því vissulega yfir í lok síðasta árs að hann væri að breyta inngripastefnunni. Annars vegar sagðist bankinn ætla að bregðast við ef útflæði aflandskróna hefði áhrif á markaðinn. Það flæði er ekki farið af stað enda hefur frumvarpið ekki verið samþykkt. Hins vegar sagðist bankinn telja að núverandi gengi væri, ef eitthvað væri, undir tímabundnu jafnvægisgengi. Þessi áherslubreyting virðist hafa raungerst nú í annarri hegðun bankans á markaði,“ segir Jón Bjarki. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Nærtækasta skýringin á tíðum inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarnar vikur er sú að bankinn hafi nokkuð skýrar upplýsingar um afmarkað fjármagnsflæði – flæði sem er tiltölulega vel skilgreint í fjárhæðum og tímasetningu – sem hann vilji að fari án mikilla átaka af markaðinum. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Ef bankinn ætlaði sér að standa gegn undirliggjandi þrýstingi á krónuna, það er einhverju flæði sem væri eðlilegt út frá grunnstærðum hagkerfisins, þá væri það til lítils og í raun ekki nema skammgóður vermir,“ nefnir hann.Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar LandsbankansDaníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir Seðlabankann ekki hafa útskýrt nægilega vel breytta stefnu sína þegar komi að inngripum á gjaldeyrismarkaði. Margir klóri sér í höfðinu yfir síðustu inngripum bankans. „Bankinn vill væntanlega ekki vera fyrirsjáanlegur en það felst einnig í því ókostur að vera ófyrirsjáanlegur. Það getur haft það í för með sér að inngripin verða ómarkviss,“ nefnir Daníel. Eins og fjallað er um hér til hliðar hefur Seðlabankinn undanfarið gripið ítrekað inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum, meðal annars til þess að koma til móts við útflæði gjaldeyris af hálfu erlendra fjárfestingarsjóða. Jón Bjarki segir inngripin fela í sér talsverða stefnubreytingu frá því í haust. Gengishreyfing innan dags hafi verið mun hóflegri þegar bankinn hafi beitt inngripum nú en þá. „Seðlabankinn lýsti því vissulega yfir í lok síðasta árs að hann væri að breyta inngripastefnunni. Annars vegar sagðist bankinn ætla að bregðast við ef útflæði aflandskróna hefði áhrif á markaðinn. Það flæði er ekki farið af stað enda hefur frumvarpið ekki verið samþykkt. Hins vegar sagðist bankinn telja að núverandi gengi væri, ef eitthvað væri, undir tímabundnu jafnvægisgengi. Þessi áherslubreyting virðist hafa raungerst nú í annarri hegðun bankans á markaði,“ segir Jón Bjarki.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira