Upphitun: Formúlan snýr aftur eftir sumarfrí Bragi Þórðarson skrifar 29. ágúst 2019 17:15 Búast má við fjölmörgum Varsteppan aðdáendum á Spa um helgina. Getty Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina á einni mögnuðustu kappakstursbraut í heimi, Spa Francorchamps í Belgíu. Mercedes er svo gott sem búið að tryggja sér titil bílasmiða eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Ferrari er enn án sigurs og í stað þess að vera berjast um titilinn er nú hörkuslagur um annað sætið milli ítalska liðsins og Red Bull. Uppfærða Honda vélin sem Red Bull fékk fyrir Mónakó kappaksturinn hefur reynst afar góð. Undanfarin ár hefur liðið aldrei getað keppt um sigur á Spa þar sem mikið afl er lykilatriði í Belgíu. Núna með Honda vélar má búast við Red Bull í toppslagnum um helgina.Mercedes er með 150 stiga forskot í keppni bílasmiðaGettyGetur Verstappen stöðvað Hamilton?Lewis Hamilton er nánast öruggur með titil ökuþóra. Eini ökumaðurinn sem lýtur út fyrir að geta stöðvað Bretann er Max Verstappen. Hollendingurinn er eini ökuþórinn sem unnið hefur keppni í ár sem keyrir ekki fyrir Mercedes. Verstappen er hálfur Belgi og getur hann því búist við gríðarlegum stuðningi um helgina frá hans fjölmörgu aðdáendum. Eins og áður segir er Spa ein magnaðasta kappakstursbraut í heimi. Nánast hver einasta beygja er goðsagnarkennd en þar má helst nefna Eau Rouge. Nútíma Formúlu bíll getur tekið beygjuna á rúmlega 300 kílómetra hraða. Hallinn upp fjörtíu metra háu brekkuna í beygjunni nær mest 17 prósentum. Að vanda verður hægt að fylgjast með kappakstrinum, tímatökum og æfingum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: Laugardagur 31. ágúst 09:55 Æfing Laugardagur 31. ágúst 12:50 Tímataka Sunnudagur 1. september 12:50 Kappakstur Formúla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þrettánda umferðin í Formúlu 1 fer fram um helgina á einni mögnuðustu kappakstursbraut í heimi, Spa Francorchamps í Belgíu. Mercedes er svo gott sem búið að tryggja sér titil bílasmiða eftir frábæra byrjun á tímabilinu. Ferrari er enn án sigurs og í stað þess að vera berjast um titilinn er nú hörkuslagur um annað sætið milli ítalska liðsins og Red Bull. Uppfærða Honda vélin sem Red Bull fékk fyrir Mónakó kappaksturinn hefur reynst afar góð. Undanfarin ár hefur liðið aldrei getað keppt um sigur á Spa þar sem mikið afl er lykilatriði í Belgíu. Núna með Honda vélar má búast við Red Bull í toppslagnum um helgina.Mercedes er með 150 stiga forskot í keppni bílasmiðaGettyGetur Verstappen stöðvað Hamilton?Lewis Hamilton er nánast öruggur með titil ökuþóra. Eini ökumaðurinn sem lýtur út fyrir að geta stöðvað Bretann er Max Verstappen. Hollendingurinn er eini ökuþórinn sem unnið hefur keppni í ár sem keyrir ekki fyrir Mercedes. Verstappen er hálfur Belgi og getur hann því búist við gríðarlegum stuðningi um helgina frá hans fjölmörgu aðdáendum. Eins og áður segir er Spa ein magnaðasta kappakstursbraut í heimi. Nánast hver einasta beygja er goðsagnarkennd en þar má helst nefna Eau Rouge. Nútíma Formúlu bíll getur tekið beygjuna á rúmlega 300 kílómetra hraða. Hallinn upp fjörtíu metra háu brekkuna í beygjunni nær mest 17 prósentum. Að vanda verður hægt að fylgjast með kappakstrinum, tímatökum og æfingum í þráðbeinni á Stöð 2 Sport.Dagskrá helgarinnar á Stöð 2 Sport: Laugardagur 31. ágúst 09:55 Æfing Laugardagur 31. ágúst 12:50 Tímataka Sunnudagur 1. september 12:50 Kappakstur
Formúla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira